Leita í fréttum mbl.is

Veit ekki...

...hvað ég á að skrifa, en get samt ekki sleppt því.

Þetta er eins og að fá orðið á fundi, ég tek orðið þó ég haldi að ég hafi ekkert að segja, en svo kemur yfirleitt alltaf það til mín sem ég "á" að segja.  

Stundum finnst mér bloggið virka þannig fyrir mig líka. Ætla líka stundum að skrifa um eitthvað sérstakt en svo taka puttarnir og lyklaborðið völdin!!

---

Ég á svolítið erfitt stundum.  Eða þannig.  Ég er með töluvert bilaðan haus, sem segir mér allskonar vitleysu stundum.  Ýmislegt sem hausnum á mér finnst, eða eiginlega vil ég frekar kalla þetta "djöbbaröddina" eða "sá rauði (þessi með horn og hala) er að tjá sig".  

Þessi "rödd" segir mér ýmislegt.  T.d. að ég sé ekki nógu góð, að ég hljóti að hafa svindlað eitthvað fyrst ég t.d. lauk prófi og útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur...því ég geti ekki svona. 
Þessi  púki segir mér líka að ég sé ekki nógu góð, og fær mig til að óttast álit annara.
Það sem þessi púki er að tjá sig þessa dagana er að ég sé óttalegur vesalingur! 

Ástæðan fyrir því að púkanum þykir ég vesalingur var að sú að ég var mjög þreytt í dag þegar ég kom heim úr vinnu.  Ég var búin að vera á vakt á hverjum degi í 6 daga plús eitt örstutt útkall á laugardagskvöldið (var á bakvakt líka um helgina).  

Og púkanum þykir ég eymingi og að ég eigi ekki rétt á að vera þreytt.  Aðrir séu að gera meira en ég og eigi þar af leiðandi RÉTTINN!!!

Jamm.  Svona lætur púkinn.

Það sem mér þykir gott er að ég hef ýmis verkfæri til að hafa hemil á þessum púka svo hann nær ekki að stjórna mér eins og hann gerði áður fyrr.  "Í gamla daga" áður en ég fann þessi verkfæri þá stjórnaði púkinn mér svo mikið að ég var alltaf með samviskubit, hrædd við hvað allir aðrir væru að hugsa (sjálfsmatið svo lágt að ég var viss um að öllum þætti ég jafn mikill lúser og mér þótti ég vera), hafði ekki skoðun...var alltaf sammála síðasta ræðumanni, sagði helst ekki nei af ótta við að styggja aðra eða verða hafnað.
Þetta var töluvert mikið erfitt líf og mjög sárt. Lífið var EYMD!!! Og þannig var það.

Í dag hef ég verkfærin mín og í dag er eymd valkostur, einmitt af því að ég hef verkfærin mín.  

Þess vegna gaf ég púkanum selbita svo hann þeyttist út af öxlinni á mér, ég lagðist í sófann og steinsofnaði í rúman hálftíma og það var ÆÐI!!! Endurnærðist og var eftir þennan rúma hálftíma í standi til að fara út í búð og versla í matinn, sitja í ró og næði og spjalla við yngri son minn yfir kvöldmatnum, sótti þann eldri til vinar síns og já, bara naut lífsins.

Jamm, þetta var það sem ég hafði að segja í dag.

Ég elska lífið, og vona að þið gerið slíkt hið sama.  Gangið á vegum ÆM. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hugarfluga

Og það besta er, og ég sé, að þú veist að púkinn er bara í hausnum á þér ... hann er ekki til.  Ferlegt að vera endalaust með samviskubit yfir að hafa það gott, vera elskaður, fá hrós etc. ... finnast maður ekki eiga það skilið. Kannst vel við þessa tilfinningu og þarf að vanda mig sérhvern dag til að bola henni í burtu. Þetta er mögnuð og valdmikil tilfinning, en málið er bara það, að við erum stærri og sterkari og ráðum yfir henni .. ekki hún yfir okkur. Þurfum bara að segja henni það reglulega og nota selbitið.    Duglega kona.

Hugarfluga, 4.9.2007 kl. 22:27

2 Smámynd: SigrúnSveitó

SigrúnSveitó, 4.9.2007 kl. 22:52

3 identicon

Bin there done that, ótrúlegt hvað þessi rauði hangir fast í mér, elskar mig greinilega svona líka.. eða hvað

ást til þín

jóna björg (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 09:30

4 identicon

knús til þín frænka!  Þetta var akkúrat það sem ég þurfti að lesa í dag .. soldið þreytt í sálinni en ég veit að það er allt í lagi að finna það stundum.

ragnhildur frænka (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 10:09

5 Smámynd: SigrúnSveitó

ást til ykkar

SigrúnSveitó, 5.9.2007 kl. 10:16

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Snilldar vel skrifað. Ég átti svona púka og hann var að gera út af við mig. Mér hefur tekist að reka hann í svefn og hann sefur oftast, en þegar ég er mjög þreytt og geti ekkrt að mér finnst þá kíkir hann enn við, en stoppar stutt sem betur fer, hann er að verða leiður á mér. Vertu dugleg þú ert frábær og púkinn þinn er að gefast upp og þú nærð yfirhöndinni Þú ert frábær, mundu það.

Ásdís Sigurðardóttir, 5.9.2007 kl. 10:49

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hugarfluga sagði það allt.

Knús til þín og þú átt alla þá ást sem fjölskyldan gefur þér fyllilega skilið.

Hrönn Sigurðardóttir, 5.9.2007 kl. 12:07

8 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

frábær skrif hjá þér.

þegar ég hef það svona þá segir ég fred være med det ! og sveifla höndunum við eyrun eins og að ýta hugsunum aftur fyrir mig !

það er gott að nota svona tækni ! 

AlheimsLjós til þín

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 5.9.2007 kl. 15:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband