3.9.2007 | 09:52
Í rigningu ég syng...
...í rigningu ég syng, það er yndislegt veður og mér líður vel.
Jamm, það er grenjandi rigning. En það er allt í lagi, við hlupum bara hratt út í bíl í morgun!! Blotnuðum samt smá. En það er sko kominn tími á að vökva þennan landshluta eftir alla sólina í sumar.
Ég er að gæla við hugmyndina um að leggjast í heitt bað með DeepHeat freyðibaði og láta líða úr mér...og skríða svo kannski undir sængina og hvíla mig aðeins. En fyrst verð ég að hengja upp þvottinn. Og svo var Jóhannes að erfa æðisleg föt, flottar íþróttabuxur og mjög fína peysu. En sá/sú sem hefur átt þetta síðast hefur þvegið þvottinn sinn með þvottaefni/mýkingarefni sem ilmar/lyktar LANGAR LEIÐIR!! Jóhannes mátaði þetta í morgun og fannst hann ansi fínn...svo þefaði hann af fötunu og sagði; "Það er alltof mikil lykt"!!!
Ég ætla ekkert að fara út í langa umræðu um ilmefni...bara segja að mér þykir kjánalegt að nota mýkingarefni og þvottaefni með ilmefnum, sérstaklega í þvott barna. Því það er sannað að börn eru viðkvæmari fyrir og fá auðveldar ofnæmi, eins og t.d. ilmefnaofnæmi sem er mjög hvimleitt ofnæmi (þekki það vel af eigin reynslu).
Ekki orð um það meir...
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 178853
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég skil svo vel að of mikill ilmur fari í ykkur og marga aðra. Það er mjög mikil umræða hér í DK um alls konar "kemikalier" sem líkaminn tekur upp og eru óholl. Mér hefur alltaf fundist mýkingarefni vera ofaukið og eftir að hafa notað ilmefnalaust þvottaefni í yfir ár þá finnst mér óþægilegt að nota þetta venjulega. En ég játa það nú samt að ég er veik fyrir sumri góðri lykt og tek góðar rispur í að maka á mig kremum:) En ég veit líka að fólki sem er með ofnæmi líður alveg hræðilega að vera í námunda við lyktandi fólk:(
Jóhanna (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 10:12
já, ég er orðin antí mýkingarefna kona, kafna þegar ég finn slíka likt og er hún þá alltaf allra sterkust af börnum= furðulegt, hræðilegt. Meiraðsegja þegar ég notaði mýkingarefni þá var það svooo lítið, en þetta er bæði ofnæmisvaldur og slæmt fyrir umhverfið. Í dag er ég meðvituð!! Vona að aðrir fylgja okkur og verði meðvitaðir.
ást til þín mín kæra
jóna björg (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 10:12
Nota adrei mýkingarefni.........
Hrönn Sigurðardóttir, 3.9.2007 kl. 11:27
Jamm, mér líður ekki vel nálægt lyktandi fólki. Í gær t.d. fengum við góða gesti en ég varð að taka ofnæmistöflu v. ilmefna (sennilega mýk.efna).
Það er gott að vera meðvitaður, og ég tek undir með þér, vonandi "vakna" sem flestir.
Fyrir ykkur dönsku, ég notaði alltaf edik í þvottinn. Er bæði mýkjandi og svo líka gott fyrir þvottavélarnar út af kalkinu.
SigrúnSveitó, 3.9.2007 kl. 11:40
En hvað með lyktina af edikinu, verður ekki sterk ediklykt af þvottinum? Annars bý ég við svo mikinn lúxus að hafa aðgang að þurrkara þannnig að þvotturinn verður mjúkur og "straujaður" eftir meðferðina þar. Það er tæki sem ég ætla helst ekki að vera án í framtíðinni.
Jóhanna (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 12:08
Ég var einmitt hrædd við lyktina af edikinu, en hún kemur ekki í gegn. Svo þvotturinn er alls ekki ediklyktandi. Snilld til að verja þvottavélina gegn kalkinu í Dk.
Ég var með þurrkara en prófaði að sleppa honum síðasta árið í Dk (því við fengum svo háan eftir-á-rafmangs-reiking árið á undan... Og úr því að mér tókst að komast gegnum heilt RAKT ár í Danmörku, þá ákvað ég að ég gæti sannarlega lifað án þurrkara hérna á Íslandi. Og ég sakna þess ekkert. Þegar ég var með þurrkara þá voru alltaf stórar hrúgur af hreinum, ósamanbrotnum þvotti, en núna brýt ég saman jafn óðum og ég tek niður. Og þetta verður enn meiri lúksus þegar við verðum flutt í húsið og þvottahúsið verður komið í gagnið - allir fataskápar í þvottahúsinu ;)
Hins vegar sakna krakkarnir MJÚKU þurrkara handklæðanna ;)
SigrúnSveitó, 3.9.2007 kl. 12:18
Hér á Selfossi er ósköp milt veður, smá rigning og þoka. Bara kósí að hanga inni og tölvast. Smá ilmur finnst mér góður en ég spara bæði sápu og ilm, það þarf ekki svo mikið.
Ásdís Sigurðardóttir, 3.9.2007 kl. 13:58
Flott veður í Svíþjóð (Jöknköping)
Gunnar Helgi Eysteinsson, 3.9.2007 kl. 17:36
Hæ..
ég tek undir með ykkur að sleppi eigi mýkingarefninu... er með ofnæmi fyrir því og mörgu öðru... sem allt byrjaði út frá bráðaofnæmi fyrir þvottaefni!!!
en var annars að velt fyrir mér hvort við ættum ekki að hittast??
er með síma 6626416 og annars er hægt að senda mér mail í gengnum síðuna mína;o)
knús Þóra... venjulega kastrup en nú á skaganum
Þóra (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 17:59
hvað er hægt að tala mikið um mýkingarefni :-) knus og kram
Kokkurinn Ógurlegi, 3.9.2007 kl. 18:18
Kæru vinir takk fyrir síðast. Galdradrykkurinn kom sér afar vel. Frábært að lesa af upplifun fjölskyldunnar af tónleikunum hérna á bloggnum og sérstaklega af snillanum honum Jóhannesi og uppáhaldslaginu hans. Þú mátt alveg knúsa hann sérstaklega frá mér :) Knús til fjölskyldunnar frá okkur hérna megin og líka knús á gamla skegg. Roskilde, skyggni ágætt, hiti 12 strig. Veðurskip Líma svarar ekki.
Jónas (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 21:44
Jónas, ég skal gjarnan knúsa Jóhannes sérstaklega. Hann hlakkar til að fá Jónas vin sinn í heimsókn næst!
SigrúnSveitó, 4.9.2007 kl. 21:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.