Leita í fréttum mbl.is

Minni barna

Skrítið hvað það kemur mér sífellt á óvart hversu mikið börnin mín muna.  Sjálf man ég atburði sem gerðust árið 1973 og 1974 (ég er fædd í nóv. 1970, fyrir þá sem það ekki vita).  

Jóhannes var eitthvað að tjá sig hérna í fyrradag og segir m.a.: "Einu sinni voru systkini mín að klifra í höllinni, en ekki ég".  Ég fór eitthvað að fiska hvaða höll hann væri að tala um; "RONJU höllinni auðvitað!"!!!!

Yes ofcourse!!!  Hann var þá rétt orðinn tveggja ára...eða í vikunni á undan!!  

Hann getur ekki munað þetta út frá myndum þar sem þessar myndir eru bara til á geisladisk (framtakssemin að gera út af við sumt fólk...) og hafa ekki verið skoðaðar í háa herrans tíð.

Ég gróf náttúrlega fram myndirnar...og fann m.a. þessa:

Mattíasarborg Reyndar gerði hann sig alveg líklegan til að príla líka...enda löngum verið mikill príliköttur...!!

En hér eru þau í Astrid Lindgren Verden sumarið 2005.

Besta frí ever, held ég svei mér þá.  Þvílík upplifun.  Ekki eins og tívoli, þar sem það er upplifun Í DAG og svo búið, Þarna vorum við með ræningjunum  nei, við lifðum öll á þessu lengi, gátum skoðað myndir, lesið sögurnar og talað um þetta.  Við vorum með í leikritunum, þetta var snilld.  

Okkur langar mikið að fara þangað aftur, til að leyfa Jóhannesi að upplifa þetta almennilega.  

Kannski sumarið 2009, þegar hann er að verða 6 ára.  Held það væri gott.  Næsta sumar verðum við enn að byggja og ætlum líka að ferðast innanlands...kynnast landinu okkar.

En hér eru fleiri myndir:

Lovísa, ég og Valdís Ólöf Ósk og Ronja Ólöf Ósk við húsið hennar Lottu í Skarkalagötu  

Jón Ingvi og Emil í Kattholti  Þetta var hreinasta SNILLD!!! Hvet alla sem eiga börn og sem þekkja sögur Astrid Lindgren að íhuga að heimsækja þennan skemmtilega stað.


En nú  ætla ég að fara að lesa fyrir tvo þreytta drengi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Skemmtilegar myndir, þetta hefur aldeilis verið gaman.  Dóttir mín hefur ótrúlegt minni, hefur oft komið mér skemmtilega á óvart gegnum tíðina.

Ásdís Sigurðardóttir, 28.8.2007 kl. 23:09

2 Smámynd: SigrúnSveitó

Já, þetta var algerlega ógleymanleg ferð. Mér finnst ekkert skrítið að börnin upplifðu þetta sem ALVÖRU, því þegar við sátum með ræningjunum og Lovísa og Valdís voru að syngja vögguvísurnar þá fannst mér ég vera í alvöru Ronjuheimi.  Þetta var stórkostlegt.

Já, minni barna...magnað alveg. 

SigrúnSveitó, 29.8.2007 kl. 08:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband