Leita í fréttum mbl.is

Húsið og fleira

Hér eru tvær myndir, teknar á föstudaginn var. 

Einar og veggurinn Ólöf Ósk og veggurinn

Þetta er sum sé veggurinn sem skilur bílskúrinn frá húsinu.  Gatið sem Einar stendur í, er í forstofunni.

Fínt, ikk´?!!! Wink

 

Annars byrjaði alvara lífsins í dag, skólinn byrjaði! Ég fylgdi Jóni Ingva í skólann og talaði við kennarann, bað hann að sjá til þess að Jón Ingvi myndi skilja bækur eftir í skólanum, svo hann væri ekki að burðast með allt of þunga tösku heim!!!  

Svo skundaði ég niður til skólastjórans, til að biðja um að Jón Ingvi fengi aðstoð.  Hann er strax kominn með kvíðahnút í magann yfir skólanum.  Ég get ekki rætt um þetta án þess að gráta, svo ég grét meðan ég sagði henni hvað væri málið.  Mér finnst þetta svo sárt.  Ég veit nákvæmlega hvað hann er að ganga gegnum þar sem þetta er "the story of my life".  Fela sig í hárinu og vera með kvíðahnút í maganum.  Ég held að það besta fyrir Jón Ingva hefði verið að komast í svona lítinn sveitaskóla eins og ég var í.  Fullkomið öryggi.  En það er ekki í boði.  Hins vegar lofaði Hrönn (skólastjóri) mér því að það yrði gert allt til að hjálpa honum, hann ætti rétt á að líða vel!!! Það er kominn nýr þroskaþjálfi í skólann og hún ætlaði að biðja hana að fara inn í bekkinn þessa viku og jafnvel næstu líka til að fá mynd af þessu.  Og ef enn er þörf þá munum við fara til skólasálfræðingsins þegar hún kemur úr leyfi 1. nóv.  

Ég vona innilega að nú verði gert eitthvað.  Ekki bara eins og s.l. vetur þar sem ég upplifði að það var alltaf "verið að fara að gera eitthvað" sem aldrei var gert.  

Þess vegna ákvað ég líka að bíða ekkert, heldur æða strax af stað 1. skóladaginn og beint til æðsta manns/konu!!!  

Þannig að þetta er vonandi í farvegi...GÓÐUM farvegi!!!

Skrítið samt, þar sem hann er með þennan kvíðahnút í maganum yfir að hitta krakkana að þá vill hann samt vera í dagvist alla daga.  Svo við tókum um það ákvörðun, ég, Jón Ingvi og Einar, að hann verði í dagvist alla daga til kl. 16 (við Einar vildum 15.30 en hann sjálfur 16.00).  Þannig verður hann líka "stabíll leikfélagi" ef svo má segja.  S.l. vetur var hann bara suma daga og kannski hefur það líka haft áhrif, erfiðara að tengjast honum ef hann er bara stundum og stundum ekki í dagvistinni.  

Vonandi...

Amk. við vinnum að því að honum fara að líða betur í skólanum og hjálpum honum að byggja upp sjálfstraust og sterkari sjálfsmynd!!! HeartLitli drengurinn minn, sem er orðinn svo stór.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Settu allt þitt í að fylgja þessu eftir ! ég á son sem lenti í einelti strax í leikskóla (já einelti getur sannarlega komið upp þar, frá ÖLLUM þar) hélt áfram í grunnskólanum (frá starfsfólki og nemendum) þó ég vissi það ekki fyrr en manna síðust, þar var lofað bót og betrun, strákurinn viðurkenndi ekki eineltið (hver vill viðurkenna að maður sé ekki með), var bara mjög oft verulega veikur (höfuverkur magakvalir o.sv.frv.) nú eftir alla þessa höfnum berst hann við félagsfælni :´(  því segi ég, stattu sem argasti þverhaus með guttanum þínum ef annað gengur ekki. Gangi ykkur vel vinan

Guðrún Jóhannesdóttir, 27.8.2007 kl. 11:39

2 identicon

oh, elsku Sigrún hvað þetta er sárt, vildi að það væri Steiner skóli á skaganum, Jón Ingvi er barn sem myndi blómstra í því kerfi.  M.a ástæðan fyrir því að við flytjum líklega ekki á skagann.

En þetta hlítur að koma, þið verðið bara að vera hörð  á því að e-ð sé gert, það er svo auðvellt að segja já og svo fjara hlutirnir bara út. Maður þarf víst að berjast soldið í þessum hlutum hef ég heyrt. Svo áttu heldur ekki að standa í þessu ein..

ást 

jóna björg (IP-tala skráð) 27.8.2007 kl. 11:44

3 identicon

æjjjj litla krúttið .. ég fæ alveg sting í hjartað við að lesa þetta!!  Jón Ingvi er svo heppinn að eiga ykkur sem foreldra, ef e-r getur fylgt þessu eftir eru það þið.  Samheldin fjölskylda, svo heilbrigð og traust.  Vona að frændi finni sig fljótt og geti farið að líða vel í skólanum.  *knús&kram* 

ragnhildur frænka (IP-tala skráð) 27.8.2007 kl. 12:13

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Vera hörð og fylginn sér og mundu að hann á rétt á því að líða vel í skólanum og fá alla þá þjónustu sem hann þarf. Leitaðu ráða hjá okkur vinum þínum ef þú þarft. Ég hef mikið starfað í skólamálum.

Ásdís Sigurðardóttir, 27.8.2007 kl. 12:13

5 Smámynd: SigrúnSveitó

Takk elskurnar.  Ég mun ekki gefast upp og þigg þá hjálp sem mér bíðst.  Steiner-kerfið þekki ég ekki, en trúi þér vel Jóna, að það væri fyrir minn mann. 
Ég er spennt að sjá hvað gerist, en s.l. vetur fór ég aldrei til skólastjóra heldur hjólaði endalaust í kennarann. Það ætla ég ekki að gera núna, enda lítið gagn í að gera alltaf sama hlutinn og búast við nýrri útkomu...svo mikið hef ég lært á ferð minni gegnum lífið ;)
Ásdís, nú er ég með mailinn þinn...lokka kannski út úr þér símanúmerið líka og fæ að láni dómgreind hjá þér.

Knús á ykkur allar... 

SigrúnSveitó, 27.8.2007 kl. 12:27

6 Smámynd: Bergþóra Guðmunds

æ..erfitt að lesa þetta um jon ingva, bara halda áfram að berjast fyrir hans rétti. það gerir það enginn annar,,Brynjar minn og Jói reyndar líka eru með ofvirkni og athyglisbrest,en Brynjar er með meiri greiningu þannig að ég þekki að berjast  

gangi ykkur vel 

Bergþóra Guðmunds, 27.8.2007 kl. 14:25

7 Smámynd: SigrúnSveitó

Takk, frænka. Já, það er ekki annað að gera en berjast fyrir hann.  

SigrúnSveitó, 27.8.2007 kl. 14:42

8 Smámynd: Tanni Ofurbloggari

Ást og kraft til ykkar. hvernig kemst ég inn á siðuna ykkar?

Tannus ofurbloggus 

Tanni Ofurbloggari, 27.8.2007 kl. 15:46

9 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

æi litli kúturinn ! það er ekki auðvelt að verða stór !

gangi ykkur vel

AlheimsLjós til ykkar

Steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 27.8.2007 kl. 16:35

10 Smámynd: Hugarfluga

Úff, ekki auðvelt fyrir litla skinnið ... og ekki þig heldur sem móður. En vá, hvað hann er heppinn að eiga svona skilningsríka foreldra sem vilja allt fyrir hann gera. Það eru því miður ekki allir svo lánsamir. Knús til þín.

Hugarfluga, 27.8.2007 kl. 20:09

11 Smámynd: SigrúnSveitó

Þið eruð svo mikil yndi. Knús...

SigrúnSveitó, 27.8.2007 kl. 20:47

12 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hvað ég skil vel þessi tár yfir vanmættinum!

Hvað hann er þó heppinn að eiga ykkur að sem foreldra! Segiði svo að maður velji sér ekki ættingja!!!

Vona að allt gangi betur í vetur

Hrönn Sigurðardóttir, 27.8.2007 kl. 21:22

13 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Mikið vex húsið ykkar hratt! Það er svo stutt síðan það var bara land, bara lóð!

Knúsaðu elsku Jón Yngva frá Gurrí sinni, hann er svo yndislegur strákur. Hann á sko góða foreldra!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 27.8.2007 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband