Leita í fréttum mbl.is

Vinnan...

...tefur mig frá prjónaskapnum...

Var að vinna í gærkveldi. Var að vinna í dag.  En nú er helgarfrí og ég hef þrjú kvöld fyrir prjónana!!!! Ekki amalegt.

Skólasetning hjá ungunum í dag.  Einar fór með Jóni Ingva.  Jón Ingvi er stoltur og ánægður með að vera byrjaður í 2. bekk!!! Frekar kúl.

Skvísan sá um sig sjálf, enda of hallærislegt að hafa "þau gömlu" með sér á skólasetningu.  En hún er samt litla stelpan þegar hún er að fara að sofa og vill láta breiða yfir sig og helst smá kúrikúr með mömmsunni sinni InLove

Yndislegt.

Núna eru þau að horfa á Disneyshow á DR1...

Einar er uppi í húsi og ef þið spyrjið Jóhannes þá segir hann; "Það er stutt í þakið"!!! Litla krúttið.

Annars kom pakki frá Norðfirði í dag, playmobíll sem Jóhannes fékk í afmælisgjöf og sem týndist á Ormsstöðum.  Við skriðum um allt en fundum ekkert.  Mamma fann hann svo undir sófa, þar sem bæði ég og Einar höfðum leitað! Eins og mamma sagði; "Álfkonan hefur fengið hann lánaðan handa barninu sínu" og ég er nokkuð viss um að þannig hefur það verið.
En mamma sem sagt skrifaði "Jóhannes Einarsson" á pakkann...Jóhannes var ekki viss um hvort pakkinn væri örugglega ætlaður honum...því hann kallar sig "Jóhannes Sigrúnarson"!!! (Algerlega komið frá honum sjálfum.) Hann sættist svo á að það væri ok að SKRIFA "Jóhannes Einarsson" ef fólk bara man að hann samt heitir "Jóhannes Sigrúnarson"...

Jamm og já...ætla að ganga frá úr Bónuspokunum...

Knús&kærleikur... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við Vaka erum svo ánægðar með sokkana hún er mikið í þeim :) Er komin með nýja tölvu, Sindri vann mirkrana á milli til að kaupa hana handa mér, and its mine all mine. Hin blessunin er láinn, líklega vírus böggur.

Svo vonandi fer eg að bloggast meira, hef heldur ekki verið upp á mitt besta undanfarið.

knús á þig 

jóna björg (IP-tala skráð) 24.8.2007 kl. 20:37

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Á hvern er verið að prjóna?? eigið góða helgi á skaganum.

Ásdís Sigurðardóttir, 24.8.2007 kl. 20:52

3 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Notaleg frásögn af notalegum degi. Meira af slíku takk!

Gunni Palli kokkur. 

Gunnar Páll Gunnarsson, 24.8.2007 kl. 23:58

4 Smámynd: SigrúnSveitó

Jóna; gaman að heyra að þið mæðgur eruð ánægðar með sokkana.  Það var von mín

Ásdís; búin að senda þér mail og svara spurningunni...

Gunni; ég skal reyna

Arna; amma mín kenndi mér að prjóna þegar ég var 7...svo prjónaði ég ekki í mörg ár...þegar ég var 19 þá réðist ég í að prjóna peysu og hef verið óstöðvandi síðan...

SigrúnSveitó, 25.8.2007 kl. 13:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband