Leita í fréttum mbl.is

Gaman

Ooooohhh, hef ekki tíma til að fara að vinna!!!  Langar svo að prjóna og sauma og skrappa og fleira...en til að eiga pening í allt þetta föndur mitt þá verð ég víst að vinna...get ekki endalaust látið Einar vera einu fyrirvinnuna...það hefur hann verið í svo mörg ár og staðið sig með mestu príði.

Reyndar finnst mér líka svo gaman í vinnunni.  Svo ég svari spurningu sem ég fékk frá Ásdísi bloggvinkonu, að þá er ég enn mjög ánægð í vinnunni.  Finnst starfið yndislegt, gefandi og svo allt fólkið sem ég kynnist, bæði íbúar, aðstandendur og ekki síst starfsfólkið.  Mér finnst ég vera að komast inn í bæjarsamfélagið og það finnst mér æði.
Ég er svoddan dreifbýlistútta að ég verð að vera "þekkt" andlit, þannig skilið að mér þykir voða notalegt þegar fólk þekkir mig og heilsar þegar ég t.d. kem inn í búð.  Þannig hefur þetta alltaf verið heima á Nobbarafirði og þannig var þetta sannarlega orðið í Græsted.  Enda gerði ég mér t.d. sérstaka ferð í búðina "mína" í Græsted til að kyssa kaupmanninn bless þegar við fluttum heim s.l. sumar Kissing Og svo var mér tekið fagnandi þar þegar ég fór út í febrúar!  Yndislegt.

Þó ég verði ALDREI skagamaður(kona) þá vil ég samt ekki vera AKP alltaf (AðKomuPakk)... Heima á Norðfirði (amk. heima á Ormsstöðum) var AKP kallað "útlendingar").

Hef ég sagt þetta áður? Ég ætla amk að segja það... Það sem mér þótti skrítnast (og sorglegast) þegar við bjuggum úti í Danmörku var að börnin okkar höfðu ekki rætur á Íslandi.  Þegar við (foreldrarnir) vorum spurð hvaðan við værum (af íslendingum) þá var svarið hjá Einari; "Ég er Skagamaður" og hjá mér; "Ég er norðfirðingur".  En börnin voru "frá Íslandi".  Nú finnst mér æði að þau eru orðnir SKAGAMENN!!!!  De har fået TILHØRSFORHOLD, eins og ég myndi orða það á dönsku!!!

Á eftir er ég að fara að gera það sem mér þykir sárt...ég er að fara með Jóhannes í bólusetningu Crying
 ég jafna mig örugglega seint á ótta mínum við nálar... Hann vantar eina bólusetningu til að vera kominn í íslenska kerfið... Meningococcar...heilahimnudæmi.  Ég vona að hann standi sig jafn hetjulega og hann hefur alltaf gert...það hafa fallið fleiri tár hjá mér en honum.

taskan...og égEN nú ætla ég að sníða fóður inn í töskuna mína...og fara að taka þessa elsku í notkun...ætla sem sagt ekki að gefa hana í jólagjöf...nema ég skipti um skoðun...langar að eiga hana sjálf...veit ekki hver systra minna hefur "svona" smekk... 

Sendi fullt af kærleika til ykkar allra.  Þið eruð ÆÐI!!! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þú ert svo mikið yndi .. verð bara að segja það :))) 

ragnhildur frænka (IP-tala skráð) 23.8.2007 kl. 15:43

2 Smámynd: SigrúnSveitó

æ takk

SigrúnSveitó, 23.8.2007 kl. 17:32

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gott að heyra að þú sért byrjuð að "tilheyra" á skaganum. Það er svo gott að koma inn í búð og heilsa og þekkja fólk, ég er nú svoddan tútta eins og þú (alin upp á Húsavík) að ég elska svona smástaði. Gaman að vinnan gefur þér svona mikið og ég er 100% viss um að þú ert á réttri hillu þar.  Knús á ykkur öll.

Ásdís Sigurðardóttir, 23.8.2007 kl. 20:22

4 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Er eigi Norðfjörður ,nær Noregi , en Reykjavík

Halldór Sigurðsson, 23.8.2007 kl. 20:36

5 Smámynd: hofy sig

Ég er búin að búa á skaganum í 20 ár, þannig að ég er orðin lögleg dreifbýlistútta, er reyndar fædd og uppalin í Reykjavíkinni svo ég er líka fyrrverandi stórborgartútta, en ég skil ekki alveg, ertu hrædd við sprautur? þú sem ert hjúkka, er það ekki alveg hunderfitt? Sjálf óttast ég sprautur  þó ekki eins mikið og tannlækna  þeir eru sko ekki efstir á vinsældarlistanum hjá mér. Jæja! bara orðið heilt sendibréf hjá mér. Knús á þig og kærleikskveðjur, þú ert örugglega himnesk hjúkka, akkúrat eins og hjúkkur eiga að vera.

hofy sig, 24.8.2007 kl. 01:17

6 Smámynd: SigrúnSveitó

Held næstum því að Nobbó sé nær Noregi... 

Arna....ég er að vinna á Höfða, dvalarheimlinu.  Sjúkrahúsið á Akranesi er líklega eina sjúkrahúsið á landinu þar sem ekki vantar hjúkr.fræðinga!!!

Sprautur...og ótti minn við þær...töluvert óþægilegt...en ég þarf samt að stinga fólk...því miður.

Sprautur og tannlæknar...mín versta martröð...!!! 

SigrúnSveitó, 24.8.2007 kl. 19:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband