21.8.2007 | 17:55
Sárt að sakna
Í gærkvöldi skreið uppgefinn Jóhannes upp í rúmið sitt og kúrði með mömmunni sinni. Ég söng fyrir hann lagið "Nína" og þar segir m.a. "Það er sárt að sakna einhvers...". Þá grípur sá stutti inn í og segir; "Já, eins og mér finnst sárt að sakna Idu"!!!
Sami molinn og spurði ekki alls fyrir löngu hversu gamall maður þyrfti að vera til að mega flytja að heiman...18 ára, var svarið. Þá heyrðist í þeim stutta; "Þegar ég verð 18 ára ætla ég að flytja til Idu".
Já, það eru sannarlega mikil heilabrot og fullt af tilfinningum í höfðinu á honum. Hann var tæplega 3 ára þegar við fluttum heim frá Danmörku, og þá hafði hann þekkt Idu alla hennar ævi. Þau "hittust" fyrst þegar Ida var 12 daga gömul, en hún er upp á dag 2 mánuðum yngri en Jóhannes. Hann var 3½ þegar við bjuggum hjá Idu og fjölskyldu í 4 vikur og þau léku sér daginn út og daginn inn. Svo í sumar náðum við að hitta þau 2svar á þessari viku sem við vorum úti.
Jón Ingvi varð einmitt mjög leiður í gær. Vegna þess að vinur hans frá Danmörku (íslenskur samt) er á landinu og ætluðu þau að koma til okkar í dag. Jón Ingvi var búinn að hlakka mikið til, en svo æxluðust bara hlutirnir þannig að þau urðu að afboða sig. Mikið varð drengurinn minn leiður.
Það er enginn vafi á að tengslin eru sterk.
Við vorum af þessu tilefni að ræða þetta í dag, ég og Einar. Mér finnst svo mikilvægt að halda í þessi tengsl. Milli Jóhannesar og Idu og eins milli Jóns Ingva og Camillu, bestu vinkonu hans í Danmörku. Ég vona að ég geti skroppið til Græsted í viku með vorinu...þó það sé langt þangað til...en það væri æði. Auðvitað líka fyrir mig
Ég fæ eiginlega bara töluvert illt í hjartað yfir þessu. Finnst sárt að hafa rifið drengina úr þessum mikla vinskap. En hins vegar er svo margt líka hérna heima sem þeir eru að njóta, afar og ömmur, frænkur og frændur. Og svo eru þeir búnir að eignast sinn hvorn vininn hérna líka og það er ljúft.
Jamm og já, það er sárt að sakna.
Og ljúft að elska
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 178853
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Aðeins að svara bananaspurningunni frá þér :) Ég hita hann frekar mikið, verður pínu gumsaður og heitur. Mér finnst það voða gott, og ekki vera að gluða eplunum útí :)
Danadrottning (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 18:30
Hæ sætust - æðisleg færsla, gullmolar þessi börn. Já við vitum það Sigrún mín að kærleiksríkt vinasamband er gulli betra og ég þakka Guði fyrir þig, Áshildi, Dönu, Helgu, Anný og mig sjálfa!!! Við erum bestar!
knús knús
Særún (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 21:40
AlheimsLjós til þín
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 22.8.2007 kl. 06:35
Ljúfir drengir synir þín greinilegt. Það er ekki stofnað til kynna fyrir einn dag í þinni fjölskyldu, þið kunnið greinilega að njóta því sem best gefst í lífinu, góðir vinir og góð fjölskylda. Knús til ykkar allra.
Ásdís Sigurðardóttir, 22.8.2007 kl. 10:46
En þegar fólk í draumum manns birtist allt er ljúft og gott ..... það er svo gott að geta dreymt og eiga góðar minningar. Knús til þín.
Hugarfluga, 22.8.2007 kl. 15:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.