Leita í fréttum mbl.is

Eitt par!

Fasteignasalinn hringdi...það kom eitt par að skoða á opna húsinu í gær! Og þau eru að koma aftur í kvöld.  Svo er víst annað par búið að hringja og kemur jafnvel annað kvöld. Vona eiginlega bara að einhver geri tilboð sem ekki er hægt að hafna...vona að minnsta kosti ekki að ég þurfi endalaust að vera að taka til og þrífa fyrir sýningar...  Þó það sé venjulega ekkert allt í rusli, þá er samt stundum smá ryk og svona...

Annars búinn að vera YNDISLEGUR dagur.  Fór með ungana í sund í morgun, það var geggjað.  Held það hafi verið næstum 20°, og aldrei slíku vant þá var mér EKKI kalt á hausnum!!! Og ég fékk ekki verk í eyrun af blæstri...sem ég fæ alltaf ef það er smá gjóla...heit eða köld!! 
Fór með hjólið mitt í viðgerð aftur, það var gert við dekkið í gær og það var sprungið aftur í morgun. Um hádegið var það komið í lag og ég og Jóhannes röltum og sóttum gripinn.  Hjóluðum heim og Jón Ingvi bættist í hópinn, svo hjóluðum við inn í hverfi, Jón Ingvi var að fara að heimsækja vin sinn sem þar býr. Á heimleiðinni komum við við hjá Jónu og fengum kaffi og bláber.  Nice.

Þarf að komast til Reykjavíkur að kaupa efni...ætti kannski að fara á morgun...eða kannski ekki...nenni varla en langar að sauma nýjar íþróttaálfsbuxur á Jóhannes...hann á svona grænar (eins og íþróttaálfurinn var í, í allra fyrsta leikritinu) og þær eru komnar í hengla.  Enda vel nýttar, fyrst Ólöf Ósk, svo Jón Ingvi og núna Jóhannes og öll hafa þau notað þessi föt MIKIÐ!!!  Svo það má segja að þetta hafi verið góð kaup þó ég, þá fátæka einstæða móðirin hafi vart haft efni á þessum kaupum!!! LoL En ég held að mér sé óhætt að segja að engin föt hafa verið betur nýtt á þessu heimili!!!

Heyrðu, svo fékk ég glaðning með póstinum.  Geisladiskurinn hans Gumma kom í dag, áletraður og fínn.  Takk fyrir það, Gummi, ef þú lest Kissing

Jæja, nenni ekki meir.  Elska ykkur öll... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Iss, piss, blástu bara á rykið, fólkið er ekkert að kaupa það. Annars vona ég að þetta gangi vel, gott að geta selt bara næstum strax og stressið búið. Við elskum þig líka.......

Ásdís Sigurðardóttir, 20.8.2007 kl. 19:59

2 Smámynd: SigrúnSveitó

Takk, Ásdís. Það er alveg rétt hjá þér.
Já, það væri alveg very nice að selja...og þurfa ekki að afhenda alveg strax...og þurfa ekki að spá meira í það! Krossleggjum fingur og vona það besta ;)
Knús...
 

SigrúnSveitó, 20.8.2007 kl. 21:31

3 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

til haminju með lífið !

AlheimsLjós til þín 

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 21.8.2007 kl. 08:19

4 identicon

verður spennó að heyra hvort þið fáið ásættanlegt tilboð ... er svo leiðinlegt að standa í þessu sölu-sýningar-dæmi! :-/   Hvernig gengur annars með nýju vélina???  :))

raggý frænka (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 11:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband