Leita í fréttum mbl.is

Drengirnir

Ég var að fá póst frá Afríku, nánar tiltekið frá Bamako.  Þar býr drengurinn "okkar", hann Dandouma og fjölskyldan hans.  Bréfið sem var að berast er yfirlit yfir hvað þau keyptu fyrir 100 danskar krónur sem við borgum í afmælisgjöf handa Dandouma.

1 suit of pant
1 pair of Yoro shoes
3 loin cloths wax
2 kg of sugar
1 packet of cube onions
2 kg of salt

Svo borgum við 100 danskar krónur á mánuði fast, og fyrir það er drengurinn fæddur, klæddur og menntaður!!

Við erum búin að vera sponsorfjölskylda fyrir hann síðan í janúar 2005, og erum mjög þakklát að geta gefið honum von um betri framtíð en ella.  

---

Í skrifuðum orðum er afmæliskakan hans Jóhannesar að kólna og svo er ég að fara að gera krem...vona að útkoman verði eins og Jóhannes vonast til...þetta á nefninlega að vera Superman-kaka...með Superman-merkinu...Tek kannski mynd af henni...mundi allt í einu að Einar á einhverja myndavél (sem hann er auðvitað hundóánægður með...enda fór hann í dag og skoðaði eina..."verðugur arftaki Canon 350D"...). 

---

Jón Ingvi kom upp í vinnu til mín í dag þegar Einar fór að vinna.  Hann fór inn til langömmu sinnar og átti náðuga stund með henni.  Reyndar var hún í spilavist þegar hann kom, en honum var nokk sama, hlammaði sér bara á stól hjá henni og naut lífsins. Svo gengur sú gamla um allt og dásamar drenginn, hvað hann er stilltur, prúður og hlýðinn...!!

Jón Ingvi fékk mikið grátkast hérna á laugardagskvöldið þegar hann var að fara að sofa.  Ég hélt hann hefði klemmt sig eða eitthvað...þvílíkur grátur.  En þá var hann svo hræddur um að sig myndi dreyma aftur illa eins og nóttina áður...en þá hafði hann sem sagt dreymt að amma á elló væri dáin Crying að afar og ömmur og einhverjir aðrir geti dáið er meira en Jón Ingvi þolir.  Hann grætur enn reglulega yfir langafa sínum sem dó fyrir tæpum 2 árum og þó þekkti hann hann ekki mikið.  Þannig að það verður mikil sorg þegar amma á elló deyr!  Vonum bara að hún standi við orð sín; að hún verði 100 ára!!!

Jæja, ætla að búa til smjörkrem í ýmsum litum!!

Ást&friður... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Til hamingju með drenginn frá Bamako. Það yljar manni að geta hjálpað einhverjum sem annars ætti engna séns.

Dúllan hann Jón Yngvi!! 

Gangi ykkur vel í veislunni á morgun

Hrönn Sigurðardóttir, 15.8.2007 kl. 21:23

2 Smámynd: SigrúnSveitó

Takk.

Þú meinar væntanlega Jón Ingvi 

SigrúnSveitó, 15.8.2007 kl. 21:31

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

úbbs

sorrí

Hrönn Sigurðardóttir, 15.8.2007 kl. 22:09

4 Smámynd: SigrúnSveitó

híhí...já, það er sorríað ;) Það gera eiginlega allir þessa vitleysu þar til þeir eru leiðréttir!

Segi kannski söguna af því bráðum þegar mig dreymdi nafnið hans...þá kemur í ljós (held ég) hvers vegna það er I en ekki Y!!!

Knús... 

SigrúnSveitó, 15.8.2007 kl. 22:21

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þekki nefnilega einn sem heitir Óskar Yngvi - þar festist líklega yfsilonið í mér

Hrönn Sigurðardóttir, 16.8.2007 kl. 11:28

6 Smámynd: SigrúnSveitó

Já, og veistu, það er meira að segja til fólk sem hefur þrætt við mig og sagt að hann geti ekki heitir Ingvi með "einföldu"!!! Sjálf hef ég þekkt einn annan með þessu nafni um ævina og hann hét Yngvi, svo mér þótti þetta sjálfri skrítið fyrst! 

SigrúnSveitó, 16.8.2007 kl. 13:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband