14.8.2007 | 19:47
Myndavélin biluð :(
Myndavélin okkar er biluð :( sem er alveg glatað, því ég er vön að taka mikið af myndum, hef venjulega verið með myndavélina í töskunni, tilbúin í "slaginn". En það er ekki hægt núna. Og ef minn heittelskaði fær einhverju um ráðið þá verður það ekki þannig...því hann vill endilega kaupa "alvöru" græju (sem þarf örugglega að fara á námskeið til að læra á)!!! Málið er að ég er alveg til í að eiga svoleiðis fínerí, en ég vil líka eiga þessa litlu handhægu sem kemst í töskuna mína. Ætla að láta athuga hvort hægt sé að laga hana fyrir lítinn pening!!
Mig sárvantar myndavél því á fimmtudaginn á Jóhannes afmæli og það verður að mynda 4ra ára afmælisdrenginn í bak og fyrir!!!
Svo er ég að fá gesti, fullt af gestum. Þá er gaman að hafa myndavélina við höndina.
Á föstudaginn koma Stígamótavinkonur í heimsókn. Þ.e.a.s. vinkonur sem ég kynntist þegar ég var í sjálfshjálparhóp á Stígamótum haustið 1994. Við höfum haldið hópinn síðan og hist reglulega (eða eiginlega meira óreglulega), t.d. reyndum við alltaf að hittast þegar ég kom til Íslands, meðan ég bjó í Dk. og svo komu nokkrar úr hópnum út og við fórum í sumarbústað eina helgi þegar við áttum 10 ára afmæli
Já, svo á ég jafnvel von á Guðrúnu vinkonu í heimsókn með börnin og eftir helgi kemur Áslaug vinkona með sína unga.
Jumundur minn hvað ég er rík kona!!!
Konan hans tengdapabba er að koma heim úr bústaðnum um helgina, og þá er stutt í kaffibolla hjá henni (og fyrir hana hjá mér), það er sko líka gaman. Krakkarnir hlakka mikið til, þau (Ólöf Ósk og Jón Ingvi) eru búin að kaupa litlar teygjur því amma Jóna var búin að segjast ætla að flétta litlar fléttur í þau...!!! Þau eiga sjálfsagt eftir að bíða á tröppunum eftir að hún renni í hlað
Jamm...og ég sem hafði ekkert að skrifa um...
Ætla snemma í bælið og kannski prjóna smá yfir imbanum...svo kemur minn heittelskaði heim von bráðar...
Ljós&kærleikur...
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Reddaðu þér einnota til öryggis, verður nú að mynda allan þennan hóp sem er á leiðinni. Þú ert svoooo dugleg stelpa finnst mér. Opið hús og stórt og hlýtt hjarta, ekki skrítið að fólk sæki til þín. knús
Ásdís Sigurðardóttir, 14.8.2007 kl. 22:08
Cannon 350d eða 400d -- snilldarvélar
Halldór Sigurðsson, 14.8.2007 kl. 22:20
Góð hugmynd, takk fyrir það. Hafði ekki hugsað út í þetta með einnota...
Halldór, takk. Við vorum einmitt að spá í hvern við gætum spurt varðandi myndavélar og eftir af hafa séð allar myndirnar þínar þá treysti ég þínu áliti 110%
SigrúnSveitó, 15.8.2007 kl. 07:26
Hæ Sigrún og familie
Var að sjá þessa rosalegu köku,, og las líka um Jón Ingva min sem var hjá tanna, þegar Rannveig mín fer til tanna þá fer ég með og gef henni "Stillepunkt" við fæturnar, Svona framkvæmir maður það: Jón liggur í stólum og er ferlega spentur,, þú Sigrún situr á stól við fótendan og leggur hendurnar ofan á fætur Jóns (ristina með lófana og heldur utan um oklana) ef þú þarft betri útskýringu þá hefur þú bara samband.
Lovs and Kissis
Karen
Karen Hansen (IP-tala skráð) 19.8.2007 kl. 19:57
Takk Karen. Ætla að prófa þetta. Knús...
SigrúnSveitó, 19.8.2007 kl. 20:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.