12.8.2007 | 14:19
Borgarfjörður og fleira
Ég og strákarnir skelltum okkur upp í Borgarfjörð í morgun. Drengirnir komu inn til mín einhverntímann...hálf átta held ég...og horfðu á barnatímann á DR1...þangað til ég stakk upp á því að við færum á fætur, fengjum okkur morgunmat og brunuðum upp í Borgarfjörð til langömmu þeirra. Því var tekið með fagnaðarlátum og við brunuðum af stað!
Alltaf vel tekið á móti okkur í sveitinni, enda Sigga amma höfðingi heim að sækja og alveg yndisleg kona í alla staði. Strákarnir spurðu strax um pönnukökur...nýbúnir að tilkynna mér að amma Sigga ætti ALLTAF pönnsur...og viti menn, Sigga dró fram stafla af sykurrúlluðum pönnsum sem runnu ljúft ofan í drengina.
Við stoppuðum í 2 tíma og það var jafn notalegt og alltaf að sitja í eldhúsinu og spjalla við Siggu yfir góðum kaffibolla, og heimabökuðu brauði.
---
Núna á eftir erum við svo að fara í afmæliskaffi hjá bloggvinkonu og nágranna okkar, henni Gurrí! Það verður gaman að sjá hvort margir bloggfélagar verði á svæðinu
---
Verð að segja ykkur frá smá úr ferðinni þarna um daginn. Mér tókst að hneyksla manninn minn gersamlega upp úr skónum í Húnavatnssýslunni!!! Rétt eftir að við höfðum tilkynnt ökuníðing sem var næstum lentur framan á okkur vegna framúraksturs...hættulegt "kvikindi"!!! Arg...
En það var ekki það sem ég ætlaði að segja ykkur...heldur þetta; ég var að keyra (sem ég gerði mest lítið af í ferðinni) og minn heittelskaði benti mér á að ég gæti notað krúskontrólið...og ég hváði og sagði; "Ha?! Er krúskontról á bílnum?!"!!! Einar gapti!!! Við búin að eiga bílinn í rúmt ár og ég vissi þetta ekki!!! Hvað ég héldi eiginlega að takkarnir á stýrinu væru?!!! Ég hafði bara ekki hugmynd um það...fikta venjulega ekki í tökkum sem ég veit ekki tilhvers eru... Sem hann gerir...enda veit hann miklu betur en ég um öll tæki og tól og hvernig þau virka! Ég varð jafn hneyksluð og hann...hann á að ég vissi þetta ekki og ég á að hann hefði ekki bent mér á þetta fyrr!!! Ég sem keyrði til Reykjavíkur 4 sinnum í viku í 5 mánuði s.l. vetur!!!
Já, það er svona að vera kona...eins og ég
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hahahahaha, góð með krúsið
En við kvenfólkið erum ekkert að fikta í eitthverjum tökkum sem við vitum ekkert hvað er
Það er nú ekki krúskontról í mínum bíl, er bara orðin meðvituð um að hafa hemil á hægri fæti og fer ekkert uppfyrir 100
Bjarney Hallgrímsdóttir, 12.8.2007 kl. 20:21
Einmitt, ég sé enga ástæðu til að FIKTA!!!
Ég er líka meðvituð og fer ekki upp fyrir 90...nema óvart og þá hægi ég strax á mér. Sem betur fer því það eru því miður svo mörg FÍFL í umferðinni!!
SigrúnSveitó, 12.8.2007 kl. 21:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.