Leita í fréttum mbl.is

Best að blogga smá meira...!!

Man ekki hvert ég var komin...en amk.  Við hjónin fórum út á lífið á föstudagskvöldinu á Neistaflugi.  Við vorum reyndar næstum því hætt við...röðin var LÖNG strax um 22.30 þrátt fyrir að húsið hafi opnað kl. 22.  Þessu höfðum við ekki átt von á!  EN mig langaði SVO mikið á útgáfutónleikana hans Gumma og að sjá Tinu Turner showið, svo við skelltum okkur í biðröð...sem við stóðum í, í um 20 mín.  

Það var rosa gaman.  Hitti fullt af fólki, suma hef ég ekki séð LENGI, aðra sá ég á síðasta Neistaflugi.

Ég fékk svona smá flashback þegar ég var þarna í Egilsbúð.  Siddi var í dyrunum...þar sem hann hefur staðið síðan löngu áður en ég fór að reyna - ég endurtek REYNA - að smygla mér inn á 16 ára böllin hérna í denn... Siddi glotti þegar ég kom og sagði; "Nafnskírteini?!!!" LoL

Svo þegar ég fór á wc varð mér líka hugsað til þess að ég fór ekki oft edrú í Egilsbúð í "gamla daga".  Vá hvað ég var glöð og ánægð að vera þarna bláedrú.  Mér finnst stórkostlega að þurfa aldrei að drekka áfengi aftur.  Hugsa enn með hryllingi til þess þegar ég drakk síðast.  Ekki að ég hafi skandalíserað, en mér finnst óþægilegt að missa tökin á tungunni...tala frá mér allt vit og hafa enga stjórn, óþægilegt að finna áhrifin og vont að vera þunn!!! 
Eiginlega fyndið að  ég skrifi þetta, man þá daga sem djammið var lífið og ég ætlaði sannarlega aldrei að hætta að drekka!!

Síðast var ég undir áhrifum áfengis í Egilsbúð í janúar 1999 og fæ enn hroll við tilhugsunina...Sideways

En það er nú ekki það sem ég ætlaði mér að skrifa um...

í sveitasælunniÁ laugardeginum fórum ég og Aðalsteinn bróðir og sýndum börnunum fjárhúsið og umhverfi.  Benti þeim á bakkann þar sem við systur sváfum í tjaldi margar sumarnætur, við lækjarnið og rólegheit.  Jóhannesi leist ekki á fjárhúsið, það var dimmt og hann vildi ekki fara þar inn!!! ísveisla á Ormsstöðum

Anna Móberg og Lilja Fanney gistu í sveitinni á laugardagskvöldinu og eftir kvöldmatinn fengu ormarnir allir ís.  Hér er ein af hópnum!! 

Jamm, þetta var skemmtileg helgi.  Lilja og Eysteinn komu svo á mánudaginn, með Ými í sveitina í fyrsta sinn.  Það var auðvitað slegist um að fá að halda á litla gullmolanum.  Jóhannes og Jón Ingvi voru stoltir að halda á litla frænda. 

Jæja, að lokum er ein mynd af okkur systrum.  

þrjár systur

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sætar systur  takk fyrir söguna alltaf gaman að fylgjast með þér duglega stelpan mín.  Kær kveðja.

Ásdís Sigurðardóttir, 9.8.2007 kl. 11:51

2 Smámynd: SigrúnSveitó

Takk stelpur.  Ég er eiginlega bara alveg sammála, við erum sætar og flottar systur!

SigrúnSveitó, 9.8.2007 kl. 13:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband