Leita í fréttum mbl.is

Ferðasagan

Við keyrðum sem sagt sem leið lá frá Akranesi til Neskaupstaðar s.l. fimmtudag.  Í blíðskaparveðri alla leið.  Stoppuðum auðvitað fyrst í Staðaskála og fengum okkur ekta íslenskan þjóðvegarhammara...slafr...  Verst að þetta sukk fór illa í Ólöfu Ósk sem var hálf bílveik til Akureyrar.  Svo við stoppuðum á Blönduósi og í Varmahlíð til að leyfa henni að fá frískt loft.  

í bústaðnum hjá JónuÁ Akureyri stoppuðum við í 1½ tíma í bústaðnum hjá Jónu (tengdó).  Þar er hún búin að vera í sumar og njóta lífsins í þvílíkri paradís.  Bústaðurinn er ÆÐI og ekki spillti fyrir að okkar beið ilmandi kaffi og vöfflur með sultu og rjóma!pissustopp á Jökuldalnum

Svo var ætt af stað aftur, yfir Vaðlaheiði.  Næsta stopp var Mývatn, þar var keypt kaffi og ís.  Pissustopp á Jökuldal og teygt úr fótum á Egilsstöðum...og þá vorum við farin að nálgast endastöðina okkar ískyggilega.  Þegar við komum út úr Oddskarðsgöngunum (og ekki orð um þau meir!!) þá eiginlega misstu börnin sig í spenning.  Lætin mögnuðust og gleðin var mikil þegar við renndum í hlað á Ormsstöðum. 

stolt móðursystirDagarnir í sveitinni liðu alltof fljótt.  Við nutum samvista við foreldra mína, systkini mín og þeirra fjölskyldur.  Hittum Ými og knúsuðum hann...sérstaklega ég!!!  Hann er alger draumur í dós.  Fær mig næstum því til að langa í kríli...en samt ekki!!  En yndislegur er hann!!Jóhannes, Felix og Gunni

Svo var stuð á Neistaflugi og eins og ég skrifaði í gær þá hitti Jóhannes þá félaga Gunna og Felix...

En ég ætla ekki að skrifa meira í kvöld, ætla í bað og svo í bælið...

Megi mátturinn vera með ykkur öllum...Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Úrsúla Manda

Mér fannst líka ægilega gaman að hitta þig

Úrsúla Manda , 8.8.2007 kl. 23:04

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Allt of langt síðan ég hef séð þig. Vona að þú komist í afmælið mitt á sunnudaginn, opið hús frá kl. 15, kaffi og kökur! Einar að sjálfsögðu velkominn líka.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 8.8.2007 kl. 23:40

3 identicon

Takk fyrir síðast ... rosa gaman að hitta ykkur öll eins og alltaf :)   Algjört ÆÐI þessi bústaður!

ragnhildur & inga (IP-tala skráð) 9.8.2007 kl. 08:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband