Leita í fréttum mbl.is

SS pylsur...

...rosalega góðar...en þungar í maga...sérstaklega ef maður borðar 2 stykki...eða sko þegar ÉG borða 2 stykki...ég er með æluna upp í háls...remólaðið spilar kannski þar inn...ég ELSKA remó...Heart...nammi, namm.  SS pylsur voru eitt af því sem ég saknaði mest þessi 9 ár í 'útlegðinni' í Danmörkinni minni.  

Reyndar var ýmislegt annað sem ég saknaði líka, og þá m.a. - og mest - fjölskyldan.  

Um næstu helgi ætlum við að halda afmæli fyrir drengina okkar.  Börnin (og við ekki minna) elska FJÖLSKYLDUAFMÆLI, enda er það eitthvað sem þau hafa ekki þekkt fyrr en s.l. ár.  Reyndar eigum við stóran og yndislegan vinahóp í Danmörku, sem var (og er) fjölskyldan okkar.  En það er eitthvað sérstakt fyrir börnin að fá afa og ömmur í afmæli til sín.  Svo þau hlakka öll mikið til, þessar elskur.

Ólöf Ósk er strax búin að biðja mig að halda sameiginlegt afmæli fyrir mig og hana í haust... "svona fjölskylduafmæli", sagði hún.  Og ég get sko ekki neitað henni um það (og kannski fæ ég smá pakka líka Grin).

En familía, ef þið lesið þetta...þá takið þið frá seinni partinn á laugardaginn eftir viku (11. ágúst).  

-----------

Reynir ZëegaSvo eru eiginlega tvö afmælisbörn...eitt í gær; Reynir Zoëga, hann varð sko 39 ára í gær!! (ellismellur...úff, hvað er ég þá...LoL) Við Reynir brölluðum ýmislegt saman í gamla daga...og Sverrir Ágústar bjó til þessa líka 'dýrindis' vísu um okkur...veit ekki hvort ég á eitthvað að birta hana hérna.  En hvað um það, ég og Reynir voru perluvinir í mörg ár, svo skildu leiðir eins og gengur og gerist.  En ég hugsa alltaf til hans á þessum degi.

 

Hitt afmælisbarnið á afmæli í dag og er það fyrrverandi mágur minn, hann Gústi sem er líka 'dörtí-næn'.  

Ágústmánuður rétt að byrja og þetta er bara rétt byrjunin í afmælisörtröðinni...Wizard

Nenni ekki meir...bið ykkur vel að lifa og megi mátturinn vera með ykkur öllum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hugarfluga

Ji .. SS er svo málið ... sammála þar. Veistu annars hverju þýskar konur klæddust í síðari heimsstyrjöldinni?

Hugarfluga, 3.8.2007 kl. 23:09

2 Smámynd: SigrúnSveitó

nei, hverju klæddust þær?

SigrúnSveitó, 4.8.2007 kl. 10:09

3 Smámynd: Hugarfluga

Nú, SS pilsum!! 

Hugarfluga, 4.8.2007 kl. 11:44

4 Smámynd: SigrúnSveitó

HAHAHA!!! Auðvitað. Kjáni ég!!

SigrúnSveitó, 4.8.2007 kl. 11:58

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 4.8.2007 kl. 12:20

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Vona að pulsurnar séu komnar niður fyrir bringspalir.  Knús frá Selfossi.

Ásdís Sigurðardóttir, 5.8.2007 kl. 08:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband