Leita í fréttum mbl.is

Minningar

Ég rakst á nýja bloggsíðu í gær, Gummi R. eða Gummi Gísla, bekkjarbróðir minn úr grunnskóla er byrjaður að blogga.  Hann er að gefa út geisladisk og ég var að hlusta á lögin hans og finnst þau þægileg og ég slökkti ekki í miðju lagi sem er ólíkt mér.  Ég er ekki mikið fyrir tónlist, þannig skilið að mér finnst svo gott að hlusta á þögnina.  Ég elska skemmtilega tónlist, en þegar t.d. börnin eru sofnuð þá finnst mér best að njóta þagnarinnar, hvíla eyrun.  Jamm, svona er ég LoL

Strákarnir mínir fóru að spyrja hver væri að syngja og ég sagði þeim að það væri Gummi.  Þekkirðu hann? Já, ég geri það, þannig lagað séð.  Svo reyndi ég að gúggla Gumma til að sýna þeim mynd.  Það tókst Wink.  Svo prófaði ég að gúggla Súellen, sem er hljómsvieitin sem Gummi hefur lengst af sungið í.  Fann enga mynd af þeim.  Hins vegar komu fram myndjr af Dallas-Suellen...og þá varð ég auðvitað að gúggla Dallas...

DallasMörg miðvikudagskvöldin fóru í að sitja við imbann og horfa á Dallas (nema þetta kvöld sem ég skrifaði um, um daginn, þegar ungur herramaður bauð mér í útreiðartúr...og ég tók það fram yfir Dallas...). 

Muniði??!!!  

Ég á svo margar minningar, eins og við flest.  Ég fór að hugsa þegar ég las eina færslu hjá Steinu um daginn, að ég geymi alltof mikið dót/drasl.  Ég þarf ekki þetta allt til að muna, til að geta yljað mér við minningarnar.

Ein besta minningin sem ég á t.d. um Gumma úr grunnskóla er ekki til á mynd eða blaði, en fyrir þetta þykir mér svo óendanlega vænt um Gumma.  

Best að taka til í hirlsum mínum...!! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Minningar eru lífið. Yndislegt að ylja sér við þær.

Ásdís Sigurðardóttir, 26.7.2007 kl. 12:46

2 Smámynd: Gísli Gíslason

Mynd af SúEllen hér

Gísli Gíslason, 26.7.2007 kl. 12:46

3 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

Komdu sæl Sigrún!

Ég þakka hlý orð í minn garð og gaman að þér líkar við lögin. Við þurfum að halda annað bekkjarmót. Það er svo gaman að hittast og rifja upp gamla góða tíma. Við vorum kannski ekki samheldnasti bekkur í heimi og ekki verið mikið samband eftir grunnskóla en auðvitað þykir manni vænt um bekkjarfélagana og þú ert þar alls engin undantekning. Gaman að sjá bloggið þitt. Eru fleiri bekkjarfélagar með blogg?

Kær kveðja! Gummi

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 26.7.2007 kl. 14:20

4 Smámynd: SigrúnSveitó

Jussus minn, gaman að koma heim og það er bara fullt af fólki búið að kíkja við

Ásdís, já minningar, algerlega lífsnauðsyn! 

Gísli, takk fyrir þetta, gaman að sjá mynd af 'strákunum'

Ella Pé...ég er sporðdreki...

Gummi, endilega, annað bekkjarmót, það var svo gaman síðast, og kom sennilega flestum okkar á óvart einmitt vegna þess hversu ósamheldinn hópur við vorum. 

SigrúnSveitó, 26.7.2007 kl. 18:40

5 Smámynd: SigrúnSveitó

Ps. ég veit ekki um fleiri bekkjarfélaga á blogginu, en hver veit nema við finnum einhverja...

SigrúnSveitó, 26.7.2007 kl. 18:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband