Leita í fréttum mbl.is

Föstudagur, dejligt!

Jæja, ýmislegt búið að bralla.  Var á kvöldvakt í fyrrakvöld, og fór þess vegna ekki snemma að sofa...gat ekki sofnað þegar ég kom heim.  Hvað er málið með þessar kvöldvaktir? Erfitt að ná sér niður eftir slíkt...en það er víst alþekkt fyrirbrigði...!!

En ég fór tiltölulega snemma á fætur í gær, þar sem við áttum von á gestum.  Eldaði súpuna  góðu..sem vakti mikla lukku!!  Það var yndislegt að fá Hjálmar, Janne og krakkana í heimsókn.  Þau eru svo skemmtileg og yndisleg.   Ólöf Ósk og Jacob voru saman í leikskóla, og þar kynntumst við þeim. Síðan voru þau saman í bekk þangað til við fluttum heim s.l. sumar.  Hjálmar er  fæddur á Íslandi, en flutti út ásamt foreldrum sínum þegar hann var 8 mánaða og hefur búið þar síðan. En hann á helling af skyldfólki hérna heima og þau reyna að koma 2-3 hvert ár.  Næst  vonum við að þau gisti hjá okkur, en þá verðum  við líka með miklu meira pláss...!!

Í gærkvöldi fór ég svo að hitta Valkyrjurnar, stelpurnar sem ég kynntist í yahoo-grúppu þegar ég bjó úti.  'Íslenskar mæður í útlöndum' kallar þessi hópur sig, en við erum nokkrar sem erum fluttar heim.  Svo var ein, sem er héðan af Skaganum, á landinu, og við keyrðum saman í bæinn í gær.  Þetta var alveg rosalega gaman og velheppnað.  Skrítið, en gaman, að hitta konur sem ég þekki svo vel en hef ekki hitt fyrr.  Við erum að spá í að stofna saumaklúbb, þar sem við fyrir það fyrsta náum vel saman og fyrir það annað höfum áhuga á handavinnu ýmisskonar!! Grin
50% af hópnum sem hittist í gær eru svo þar fyrir utan hjúkkur!!  Frekar skondið.
Ég tók með mér köku frá Sollu á grænum, þar sem gestgjafinn hafði sagt ætla að hafa eitthvað óhollt...og mig langaði líka í köku...en svo var engin kaka, nema  sú sem ég kom með og hún sló í gegn...ekkert skrítið, hún er æði. 

kubbi kubbEn þetta er ekki alveg allt sko.  Nei, Einar og Ingvar eru búnir að slá upp og eins og Jóhannes sagði áðan; "Pabbi er að kubba!".  Jamm, hann er að kubba hús handa okkur!  Oooohhh, gaman gaman.  Ég var að segja ömmu Einars frá því í dag hversu langt hann væri kominn, þá gall í þeirri gömlu; "Fyrr má nú rota en steinrota!".  Hún er svo stolt af okkur, það er alveg yndislegt að sjá og finna.  Elsku krúttið.

Jamm, það er sem sagt ástæða fyrir að ég bloggaði ekkert í gær...nóg að gera.  Og þar sem ég kom ekki heim fyrr en eftir miðnætti og fór svo að vinna í morgun þá er ég ÞREYTT!! En það var ekki hægt að fara fyrr heim, það var SVO gaman hjá okkur LoL

En nú ætla ég að leggjast og dormaSleeping...það fer að byrja DisneyShow...svo þá er pása í smá stund...Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hugarfluga

Aldeilis margt gaman og gott að gerast hjá þér! Verð að fara að prófa þessa súpu ... hún er ekkert smá girnileg. Og kakan líka! Þú ert soddan matgæðingur eins og ég ... tíhí. Eigðu góða helgi, ljúfust.

Hugarfluga, 20.7.2007 kl. 19:43

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Eldaði súpuna þína góðu í vor - mér fannst hún frábær - en ég var sú eina......

Hrikalega girnileg kaka - gerir ekkert til þótt ég verði sú eina sem finnist HÚN góð

Hrönn Sigurðardóttir, 20.7.2007 kl. 20:23

3 Smámynd: SigrúnSveitó

Já, margt og mikið að gerast, og alltaf stuð hér

Kakan er svo góð að ég er eiginlega bara glöð þegar enginn vill hana hérna heima nema ég...þá á ég hana með kaffinu í marga daga!!!

SigrúnSveitó, 20.7.2007 kl. 23:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband