17.7.2007 | 22:16
Dagurinn í dag
Dagurinn í dag byrjaði kl. 5.30 hjá mínum heittelskaða, en steypubíllinn var væntanlegur 6.00! Og svo var byrjað að steypa plötu kl. 6.40 eða þar um bil. (Er að setja inn myndir.) En það er semsagt komin plata, og svo verður byrjað að slá upp á morgun!!!
Undir hádegið brunuðum við svo í Hveragerði. Þar fór fram hestaferðIN, sú sem við fengum í jólagjöf frá tengdamúttunni minni. Hún gaf okkur öllum, Valtý bróðir Einars og fj. og sjálfri sér 2ja tíma hestaferð með Eldhestum. Dagurinn í dag varð fyrir valinu, og hefðum við ekki getað verið heppnari með veður. Þvílík snilld, rosalega gaman. Við (ég, tengdó og Ólöf Ósk erum farnar að leggja á ráðin um hest-kaup...!!) FULLT af myndum HÉRNA!!
Það kom upp sú hugmynd að gera þetta að árlegum viðburði. Það eina sem amk. nokkrum okkar fannst, var að það var farið fetið meiri hlutann af ferðinni...enda nokkrir óvanir...og sumir ekki orðnir 4ra ára... En við fengum að hleypa þeim á TÖLT smá spotta...það var náttúrlega bara geggjað.
Ji, hvað ég fann að ég sakna þess að ríða út. Einu sinni var ég alger hestastelpa, alltaf á hestbaki. Hehe...man þegar ákveðinn ungur maður kom ríðandi upp í hlað á Ormsstöðum til að bjóða heimasætunni (mér sko) í útreiðartúr...man alltaf að þetta var á miðvikudagskvöldi því ég var að horfa á Dallas þegar hann kom... En ég skellti mér í reiðgallan, náði í Sunnu mína og af stað! Þetta var sumarið 1985 (ég sko UNG og SAKLAUS sveitastúlka!!! Rétt tæplega 15 ára ).
Hver veit nema við fáum okkur hest einn góðan veðurdag. Og svo verður gaman að sjá (finna) hvernig lærin verða á morgun...ojojoj...
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Frábær dagur í dag í minni sveit gott að þið komuð í dag.
Úff lærin já - ég fór í fyrsta skipti á hestbak í maí sl. í 30 ár, mér rennur kalt vatn milli skinns og hörunds.......
Bæði yfir því hversu langt var síðan og harðsperrurnar - maður lifandi!! Varð samt að bera mig mannalega og bíta á jaxlinn því maðurinn sem lánaði okkur hestana beið mín glottuleitur morguninn eftir. Ég lét sem ekkert væri og gólaði svo þrjú kvöld í röð........
tíhí
Hrönn Sigurðardóttir, 17.7.2007 kl. 23:43
Hestbak!!! Úff, fékk eiginlega nóg af slíku þegar ég gætti hestanna hjá Jónsa stórabróður, En einn og einn útreiðartúr er alltaf góður þá sjaldan svoleiðis munaður gefst. annars sagði ég það áður fyrr, að hestamennska með hníf og gafli væri helst að mínu skapi. Hestamennska hérna í DK er mest stelpusport, strákar líta helst ekki við því. Svona MY LITTLE PONY stíllinn.
Kveðjur heim í sumarið.
GP
Gunnar Páll Gunnarsson, 18.7.2007 kl. 00:03
Já, trúið því eða ekki, ég er ekki með neinar harðsperrur!!! Ótrúlega ánægð. Hins vegar finn ég smá eymsli í rassinum...
Já, Gunni, þetta með stelpusport...það voru 5 stelpur og 1 strákur að vinna þarna þegar við mættum í gær...allt svíar...ég var viss um að það hlyti að vera danir þarna en svo var ekki.
SigrúnSveitó, 18.7.2007 kl. 09:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.