16.7.2007 | 13:33
mánudagur til mæðu...
Mikið svakalega er þreytandi að hlusta á börnin rífast. Þau tvö eldri fóru of seint að sofa í gær, og það er eins og við manninn mælt, þau þola ekki hvort annað, allt sem annað gerir fer í taugarnar á hinu og öll brögð eru notuð...andlegt eða líkamlegt... Held þau megi þakka fyrir að vera ekki orðin sköllótt bæði tvö, þar sem þau nota það mikið þessa dagana að rífa í hárið hvort á öðru. Mikið finn ég fyrir vanmætti mínum við þessar aðstæður.
En nóg um það.
Steypubíllinn var mættur 7.45 í morgun, korteri fyrr en áætlað var, mönnum til mikillar gleði (síðast þurfti að bíða í 2 tíma...). En þetta átti greinilega ekki að ganga í dag og það kom í ljós að sá sem notaði dælubílinn síðast, á föstudaginn, hefur ekki þrifið hann nógu vel svo allt er stíflað...og ekkert hægt að steypa í dag. 'Strákarnir' skjóta á að þetta sé tap upp á lámark hálfa millu fyrir BM Vallá, og þá er inni í því mannalaun, steypa sem fer 'í ruslið' og ýmislegt fleira sem fellur til.
En þetta kemur sér auðvitað ekki brjálæðislega vel fyrir okkur, það átti að ráðast í að slá upp á morgun, og stefnt á að steypa aftur í lok næstu viku. Það SKAL nást!!!
En þetta er auðvitað bara eitt af ófyrirsjáanlegu atvikunum, sem búast má við, þó það sé spælandi.
Ég er að fara að vinna á eftir, og þó mér þyki það smá mál þar sem þetta er fyrsta vaktin mín EIN að þá liggur við að mér þyki það frí, því þá er ég laus við rifrildi barnanna það sem eftir lifir dags...og ef ég þekki þau rétt þá verða þau ljúf sem lömb þegar ég verð farin!!!
Annars eru þau reyndar orðin sátt núna og fóru í mesta bróðerni á Langasand. Jón Ingvi ætlaði í sturtuna en Jóhannes ætlaði að moka með nýja sandsettinu sínu. Hvað prinsessan ætlar að gera veit ég ekki...lagði varla í að spyrja...mömmur eru ekki efstar á vinsældarlistanum hjá ungum gelgjum...amk ekki ég En ég hugga mig við að svona er þetta og hún væri 'óeðlileg' ef henni þætti ég alltaf bara æði
Best að hætta þessu bulli í bili...knús&kærleikur til ykkar allra...
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú ert þó heppin að vissu leyti að þau hafa tækifæri til að rífast - þó það sé hrikalega leiðinlegt að hlusta á.........
knús til þín
Hrönn Sigurðardóttir, 16.7.2007 kl. 14:41
Já, það er alveg rétt hjá þér. Það er betra að eiga 3 sem rífast (reyndar er Jóhannes minnst í þessu) heldur en að eiga bara 1...eða ekkert.
TAKK!!! knús til baka.
SigrúnSveitó, 16.7.2007 kl. 14:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.