Leita í fréttum mbl.is

1 ár + 2 dagar!!

Gleymdi (minnir mig) að fagna með ykkur, kæru bloggvinir og aðrir 'gestir', en í fyrradag, 12. júlí, var einmitt 1 ár síðan við fluttum heim til Íslands, eftir 9 ára fjarveru. 

Alveg magnað hvað þetta ár hefur liðið fljótt og hratt.  Enda búið að vera mikið að gera og alveg yndislegur tími.  Búin að kynnast fullt af góðu fólki, bæði á blogginu og hérna á Akranesi (sumum á báðum stöðum Wink).  Búin að endurnýja kynni við gamla vini og frændfólk, sumt byrjað gegnum bloggið.  Búin að kynnast fullt af skemmtilegu fólki hérna á Akranesi (þó ég kvarti stundum yfir að þekkja ekki nógu marga...hihi...) og það er svo yndislegt.
Og ekki nóg með það, heldur sé ég meira til fjölskyldannar en ég hef gert árum saman. Við fjölskyldan mín, sem býr á Norðfirði, er ég ekki í daglegu samneyti við, en hef hitt þau mun oftar á þessu ári en lengi áður...eðlilega, það er styttra milli Akraness og Norðfjarðar en á milli Norðfjarðar og Græsted...það gefur auga leið!!  Svo fjölskyldan sem býr nær, þau hitti ég miklu oftar.  Pabbi er tíður gestur, og nú er tengdapabbi kominn á svæðið.  Svo þetta er náttúrlega bara alger draumur.

Er að vonast eftir að geta hitt tvær frænkur á morgun...bíð eftir að heyra frá þeim...

Já, þetta er búið að vera yndislegt ár og fer bara batnandi.  I Love IT!!! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Frábært! Stundum langar mig að flytja til Danmerkur......

Hrönn Sigurðardóttir, 14.7.2007 kl. 23:39

2 Smámynd: SigrúnSveitó

Já, það  er fínt að vera í Danmörku...annars hefðum við örugglega aldrei verið þar í 9 ár!! Gaman og gott að hafa prófað að búa annarsstaðar. Ég er fædd í Danmörku og langaði alltaf að prófa að búa þar (pabbi var í námi í Odense og við fluttum heim þegar ég var 18 mánaða). Svo ég er glöð og ánægð með að draumurinn rættist, og mjög glöð og ánægð að vera flutt heim aftur, mettuð af Danmerkurlöngun.

Knús... 

SigrúnSveitó, 15.7.2007 kl. 10:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband