10.7.2007 | 19:48
Gaman saman
Mikið svakalega erum við búin að eiga góða tíma með elsku vinum okkar, Jónu og Sindra. Og börnin hafa haft það gaman líka. Jón Ingvi og Eldar eru miklir vinir og nutu þess að vera saman. Þeir fóru út að leika, léku inni, fóru í sturtu á Langasandi og áttu bara frábæran tíma. Ólöf Ósk stóð sig eins og hetja og skottaðist með Breka, sem er 2½ og alltaf á ferðinni. Jóhannes skottaðist með þeim og naut lífsins. Svo var það hún litla, yndislega Vaka, sem er tæpl. 4ra mánaða. Alger moli.
Þetta var bara algerlega frábært, og svo skemmtilegur félagsskapur. Takk kærlega fyrir samveruna, elskurnar.
---
Tengdamúttan mín kíkti aðeins í kaffi á leiðinni í sumarfrí fyrir vestan. Hún kom færandi hendi og gaf okkur þetta líka fína hnífaparasett til hversdagsnota, útskriftargjöf til okkar allra þar sem Einar og börnin eiga líka sinn hluta í þessum áfanga. Yndislegt. Ástarþakkir :)
---
Já, hvað meira get ég sagt? Jú, þegar Jóna og fj. voru farin dró ég börnin út í labbitúr!! Ekki á hverjum degi sem ég fær þau öll þrjú með mér út. Við röltum m.a. út í nýja apótekið og ég fyllti á ofnæmislyfið. Hef komist að því að ég þarf á ofnæmislyfinu að halda, amk suma daga í vinnunni. Fer eftir því hvað ég er að gera og hvar...og hverjir eru að vinna...
Nú fer að styttast í að bóndi minn fari á Hvannadalshnjúk, en það gerir hann á laugardaginn. Þeir fara af stað á föstudag og koma væntanlega heim seinnipart sunnudags. Ég á eftir að finna okkur eitthvað að gera á meðan...veit hvað ég geri á laugardaginn, hluta úr degi amk. Þá er sko ammili hjá 'leynifélaginu'
En núna ætla ég að njóta þess að ég er ein heima (hin 4 fóru á völlinn...ég ekki skilja það en skítt með það), ætla að leggjast í heitt bað og skríða svo upp í og kannski kíkja á imbann og prjóna smá. Lífið er ljúft
Knús&kærleikur...
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 178858
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Knús til þín dúllan mín og hvatningakveðjur á Einar, vonar að allt gangi vel á tindinn. Hafðu það gott ljúfan.
Ásdís Sigurðardóttir, 10.7.2007 kl. 23:42
takk fyrir okkur elskurnar, það var alveg yndislegt að vera hjá ykkur. koss koss, ég og co
jóna björg (IP-tala skráð) 10.7.2007 kl. 23:56
kæra sigrún, ég verð einhvernvegin svo letisæl þegar ég les þetta, sé lífið á íslandi í hyllingum !
ljós og knús til þín
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 11.7.2007 kl. 06:39
SigrúnSveitó, 11.7.2007 kl. 07:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.