7.7.2007 | 21:17
Laugardagur
Laugardagur að kveldi kominn. Ég var að vinna í gærkvöldi og í dag, svo aftur á morgun. Nóg að gera, nóg að læra. Gaman að því. Ég mundaði sprautuna í dag...ótrúlegt hvað ég er bara róleg yfir því...en það er kannski af því að það er ekki verið að sprauta mig
Það eru írskir dagar hérna á Akranesi og bærinn fullur af alls kyns fólki... Það voru víst 'aðeins' 12 fíkniefnamál í gær og nótt...en löggan er alveg á fullu með hund og 'læti'. Rölti sér víst um á kaffihúsiNU í gær með hundinn og var út um allan bæ. Gott mál.
Í húsinu á móti okkur var partý þegar ég kom heim úr vinnu um miðnætti í gær. Eiginlega bara fyndið. Unglingapartý. Sódóma með Sálinni var í botni og ungarnir úti á svölum í svaka fíling...uss, ég hefði nú verið á svæðinu...hefði ég verið 20 árum yngri
Ég man vel hvernig þetta var...reyndar var ég komin fast að tvítugu þegar ég fríkaði út og datt í það...og var eiginlega meira og minna ölvuð...amk flestar helgar næstu 5 árin...uss... Ég man sérstaklega eftir vetrinum sem við bjuggum á Ökrum, veturinn 1990-1991...aumingjans unga parið með litlu börnin tvö, sem bjuggu fyrir ofan okkur...og okkur var SKTÍT-sama!!! Og svo næstu mánuði þar á eftir þegar ég leigði með Erlu sys. og Guðnýju...úff...enda var granninn á neðri hæðinni EKKI ánægð með okkur. Hún sendi karlinn sinn upp til að kvarta...fyrstu helgina sem við bjuggum þar...1. helgin í maí 1991...og þá var Jólahjól í botni...
En þetta var smá 'side-bemærkning'...ætlaði alls ekki að röfla um djammið mitt gamla og góða!!
EN...dagurinn var góður, spennandi. 'Amma' Bára er algert krútt og svona ægilega ánægð með að hafa mig á Höfða. Dóttir hennar spurði hana í dag hvort hún væri ekki ánægð með að ég væri komiun og hún sagði, með áherslu; "Þú getur nú rétt ímyndað þér"!!! Elsku kerlingin.
Skrapp aðeins á smá ættarmót, ættin hans Einars. Gaman að því. Svo fórum við upp á Byggðasafn, þar voru víkingar á ferð. Mjög skemmtilegt, og miklu persónulegra heldur en mótið í Hafnarfirði í sumar þar sem var allt TROÐIÐ af fólki.
Já, það er best á Skaganum en við skulum samt gera okkur grein fyrir því að ég verð ALLTAF NORÐFIRÐINGUR!!!!
Jæja, farin að prjóna...er að prjóna smá handa frænkubeibíinu sem býr í bumbunni á Lilju sys.
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 178858
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Skemmtilegur pistill dúllan mín. Greinilega allt að ske á skaganum. Maður á nú svona gamlar minningar í fórum sínum um djamm og tillitsleysi, æ það var bara svo gaman oft. Amma Bára er greinilega krútt kona og nú finnst henni hún örugglega komin heim að hafa svona ættingja á staðnum, get skilið það vel. Rauðhærð kveðja frá Selfossi
Ásdís Sigurðardóttir, 7.7.2007 kl. 22:56
Hver man ekki eftir villtum teitum fram á rauða morgun?
Kannski eitthvað sem allir þurfa að upplifa og gott að vera búin með það
Hrönn Sigurðardóttir, 8.7.2007 kl. 01:54
hehe, já það er gott að vera búinn með þetta djamm, myndi ekki nenna þessu í dag en mikið svakalega var þetta oftast gaman
SigrúnSveitó, 8.7.2007 kl. 07:23
Skemmtileg síða hjá þér, og takk fyrir blogg-boðið. ekki á hverjum degi sem maður hittir fólk sem að er eins auðvelt að kynnast eins og ykkur hjónunum. En þetta var líka þrusu partý sem við vorum í (svona á okkar mælikvarða) enda fáir jafn gestrisnir eins og þau Hemmi & Birna.
Bestu kveðjur. Bjarnþór.
Bjarnþór Harðarson, 9.7.2007 kl. 03:12
það er gott að muna hver maður var, því þá skilur maður betur !
knús til þín
og Ljós
Steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 9.7.2007 kl. 08:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.