Leita í fréttum mbl.is

FRELSI

Ég er að upplifa FRELSI, frelsi sem ég hef ekki upplifað í mörg ár.  Frelsi sem felst einfaldlega í því að eiga frítíma, geta notað hann að eigin vali án þess að sitja eftir með samviskubit yfir að hafa ekki notað hann í að LESA!!!

Ég var, eins og þið vitið, að vinna á mánudaginn og þriðjudaginn.  Í gær og í dag var ég í FRÍI!!!  Ekki svona fríi eins og þegar það var ekki skóli 1-2 daga í viku, því það voru lesdagar.  Nei, ég var í FRÍI!!!  Fríi frá vinnu!!!  Og ég notaði þá uppi í húsi, í skítagalla að moka yfir klóakskurði og hreinsa til.  Ekki frí í þeim skilningi að vera í fríi og liggja í leti...enda geri ég það ekki og hef ekki gert í mörg ár, það er kannski eitthvað sem kemur þegar börnin verða orðin stór...  En ég gat farið að gera eitthvað, eitthvað annað en lesa.  Skiljiði hvað ég meina?

Þetta er geggjað.  Mikið er ég glöð að ég fór í hjúkrunarnámið, ég elska að hjúkkast, elska að veita skjólstæðingum mínum aðhlynningu, andlega eða líkamlega.  Ég finn kærleikann streyma um mig, að hjálpa öðrum er mál málanna fyrir mig.  Hvernig sem á það er litið.

Og mikið svakalega er ég glöð að námsárunum er lokið.  FRELSI!!!

Og mikið svakalega er ég þakklát fyrir manninn minn, sem hefur verið dyggur stuðningsmaður minn gegnum súrt og sætt, hann heftur hvatt mig áfram og hann hefur unnið myrkanna á milli til að sjá fyrir fjölskyldunni, sem gerði mér kleyft að vera í námi.  Yndislega stór og mikil gjöf.  Ástin mín, TAKK.  Ég elska þig Heart

En nú er ég að spá í að skríða í rúmið, því ég er þreytt Sleeping

Ljós&kærleikur til ykkar... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ertu ekki alveg örugglega það ung ljósið mitt að þú getir hugsað um mig í ellinni? segðu mér bara hvaða elliheimili ég þarf að velja. Þú ert sko góð stelpa. Með öll réttu genin.

Ásdís Sigurðardóttir, 5.7.2007 kl. 23:22

2 Smámynd: SigrúnSveitó

Ég er 36, verð 37 í haust, og ég vinn á Höfða á Akranesi

SigrúnSveitó, 5.7.2007 kl. 23:26

3 Smámynd: SigrúnSveitó

Oooohhh, njóttu frísins, kæra Arna

SigrúnSveitó, 6.7.2007 kl. 08:59

4 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

elsku sigrún !! má ég sjá hvernig þú taggar !!! hvar get ég kíkt pleace !!!

knus og njóttu frelsisins inni í þér og úti í daglega lífinu

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 6.7.2007 kl. 10:55

5 Smámynd: SigrúnSveitó

úbbs...sorrý, það er hér

SigrúnSveitó, 6.7.2007 kl. 10:59

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

kíkti líka á taggið þitt! Hvar í Danmörku bjugguð þið?

Hrönn Sigurðardóttir, 6.7.2007 kl. 11:33

7 Smámynd: SigrúnSveitó

Við bjuggum í Græsted, 50 km norðan við Køben.  Ca 10 km frá norðurströndinni og 'byen på toppen´; Gilleleje.
Ég var í skóla í Hillerød.

SigrúnSveitó, 6.7.2007 kl. 11:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband