Leita í fréttum mbl.is

Heima er best

Jæja, þá erum við komin heim aftur.  Lentum í Keflavík kl. 8.55 í gærmorgun.  Yndislegt að koma heim aftur, og enn og aftur verð ég að vera sammála dönunum, sem segja; "Ude er godt, hjemme er BEDST"!!!

Skrítið að koma heim og vera orðin hjúkka, vinna á mánudaginn og já, bara alvara lífsins tekin við.  Reyndar finnst mér þessi ár í náminu hafa verið full alvara!!!  Erfiður tími, aldrei frí.  Núna er ég búin að setja bók, sem ég fékk í útskriftargjöf frá Guggu frænku og Agli, á náttborðið, og einnig krossgátublaðið sem ég keypti mér fyrir flugið...en opnaði ekki! 
Samt geri ég mér grein fyrir að ég á pottþétt eftir að þurfa að opna námsbækurnar og rifja ýmislegt upp.  En það er samt öðruvísi...það er ég viss um!!!

Nurse-NightencowÉg fékk yndislegar gjafir frá vinum og fjölskyldu.  Fyrst fékk ég belju, frá Einari og börnunum.  Svona hjúkkubelju, sem heitir Nurse Nightincow...

Svo fékk ég lyklakippu frá Tinnu og co., þríkross frá pabba, hjúkkuúr með nafninu mínu og útskriftardeginum grafið í frá mömmu og Jóni Þór, bók frá Guggu og Agli og svo skál í stellið frá Pippi og Kåre. ég og cowparade-belja á Kastrup

Heyrðu, svo 'hitti' ég eina belju á Kastrup á leiðinni heim, ekkert smá glöð LoL ...sko ég...ekki beljan!!!

Svo er bara svo gaman.  Einar fór beint upp í Seljuskóga, það var búið að fylla upp í grunninn svo hann fór af stað að moka skurði fyrir frárennslislagnirnar.  Duglegi maðurinn minn.  Ég er hins vegar búin að vera á haus að taka til, taka upp úr töskum og ÞVO þvott...þvoði ekkert í útlandinu, svo það er af nógu að taka!!!
Svo er ég að taka til í bókahillunum...sortera ljósrit og glósur sem ég ætla að henda og halda upp á.  Það er af nógu að taka...en þegar ég tek til þá fer það svona og svona, ég á erfitt með að vera á einum stað...ræðst í verkefni út um allt...svo það endar með að allt er á hvolfi og tekur miklu lengri tíma en ella (held ég amk...hef ekki prófað að gera þetta öðruvísi...).

María sys. og fjölskylda koma í nótt, þau eru að koma frá Spáni (held ég) og ætla að gista tvær nætur...eða eiginlega eina og hálfa LoL Hlakka til að fá þau í heimsókn.  Þau hafa ekki komið til okkar síðan við fluttum, og við sjáumst svo sjaldan þar sem þau búa hinumegin á landinu.  Svo ég ætla að njóta morgundagsins með þeim.  

Ég er að hlaða myndum úr ferðinni inn á heimasíðu barnanna, ef ykkur langar að sjá.  M.a. myndir frá útskriftinni. 

En hér eru samt tvær myndir...

ég og pabbi happý koppúl


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Velkomin heim!!!!

Mér finnst pabbi þinn eitthvað svo kunnuglegur....

....hvað gerir hann?

knús

Hrönn Sigurðardóttir, 30.6.2007 kl. 16:53

2 Smámynd: SigrúnSveitó

Takk

Pabbi minn er formaður Neytendasamtakanna.  Heimsfrægur á Íslandi eins og ein systir mín hafði á orði eitt sinn

SigrúnSveitó, 30.6.2007 kl. 19:08

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Til lukku, til lukku, til lukku sæta skvísan mín. Flott beljan þín, bara algjört krútt. Gangi þér vel í nýju vinnunni. Gott að þið eruð komin heil heim, allt að bilast á flugvöllum.

Ásdís Sigurðardóttir, 30.6.2007 kl. 19:24

4 Smámynd: SigrúnSveitó

Takk Já, það er gott að vera komin heim, best að halda sig bara hérna á Íslandinu góða.

SigrúnSveitó, 30.6.2007 kl. 19:27

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hehehehe það má nú margt um mig segja en mannglögg er ég ekki.....

Sé það þegar þú segir það! Ég mundi örugglega heilsa honum á götu, sannfærð um að hann væri vinur pabba

Hrönn Sigurðardóttir, 30.6.2007 kl. 19:40

6 Smámynd: SigrúnSveitó

hahaha!!! Og pabbi myndi heilsa þér á móti, sannfærður um að hann greinilega ætti að þekkja þig...  Það verður víst líka seint sagt og pabba (eða mig ef út í það er farið) að hann sé mannglöggur...

SigrúnSveitó, 30.6.2007 kl. 19:47

7 identicon

Enn og aftur til hamingju! Mikið eru þetta fallegar gjafir sem þú hefur fengið og Nurse Nightencow alveg frábær Ég skil þetta svo vel með tiltektina - tiltekt á einum stað kallar bara á tiltekt á öðrum stað og svo framvegis. Þetta helst allt í hendur. Og það er sko ekkert að þessu!

Jóhanna (IP-tala skráð) 30.6.2007 kl. 21:34

8 Smámynd: SigrúnSveitó

Takk :) Þetta er bara æði.  Nú get ég skráð mig í símaskrána...hahaha...!!

Já, Jóhanna, gott að heyra að þetta er eðlilegt með tiltektina mína.  Enda hafðist þetta fyrir rest og nú er bara ljómandi fínt hjá okkur, þó gólfið myndi alveg hafa gott af blautri tusku...það kemur...!!

SigrúnSveitó, 1.7.2007 kl. 09:52

9 identicon

Velkomin heim fraenka .. ohh já heima er skohh alltaf best. :)  Vid erum ad drepa tímann ... forum af hótelinu eftir ca klukkutíma og svo er flug kl 22:30.  Heimkoma í Kef um 3 í nótt .. úff langur dagur. 

ragnhildur & inga (IP-tala skráð) 1.7.2007 kl. 17:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband