12.6.2007 | 22:16
Jamm og já
Sindri, ég skal taka myndir á morgun svo þú sjáir hvað Einar er búinn að brasa undanfarið. Hann ætlar ALDREI að byggja steinsteypuhús, það tekur heila eilífð að slá utan af þessu dóti!! Samt eru bara tveir milliveggir byggðir þannig. Miklu fljótlegra að taka utan af kubbunum.
Ég fór með Ólöfu Ósk til homopata (Ástu) í dag. Mjög spennandi. Ásta er með sérstaka vél sem á einhvern undraverðan hátt skannar allan kroppinn og finnur út ef eitthvað er að, eða ef eitthvað má betur fara.
Áður en við byrjuðum vorum við að rabba og Jón Ingvi var m.a. að segja Ástu að hann elski maltöl. Systir hans fussaði og sveiaði yfir því, enda þykir henni maltöl hinn hreinasti vibbi. Skondið, því það fyrsta sem græjan sagði var; "óþol/ofnæmi fyrir malti"!! Svo kom næsta; "óþol/ofnæmi fyrir hnetum"!! Og Ólöf Ósk hatar líka hnetur! Magnað hvernig líkaminn getur sjálfur fundið út úr slíku og notað sínar aðferðir til að koma í veg fyrir að hann veikist.
Svo fókuseraði græjan mikið á meltingarkerfið og endaði á að benda á að hún ætti ekki að borða "grain and gluten". Sem ég reyndar var eiginlega viss um að kæmi fram. Svo nú verður hveitið tekið út og við mæðgur ætlum að vera saman í því.
Ástæðan fyrir að ég ´vissi´ að hún fengi þessa útkomu með glutenið var að hún er svo sólgin í brauð...nánast á sama hátt og ég í sykur. En kannski samt ekki eins slæmt. En nú ætlum við að prófa að taka þetta út. Spennandi.
Svo gaf Ásta okkur sína uppskrift af morgunsjeik, reyndar held ég sama uppskrift og Guðrún vinkona var að borða síðast þegar ég vissi. Hún er svona (2föld uppskrift);
2 kúfaðar msk mysuprótein
1 glas hrísmjólk
2 bananar
bláber
2 msk hörfræolía
1 msk kókosolía
(svo er hægt að setja aðra ávexti eða spínat eða baunaspírur eða what ever út í)
Þetta ætlum við líka að prófa...en þurfum sennilega að komast í borgarferð til að versla þetta allt saman...eða hluta af þessu amk.
Talaði við elsku mömmu. Jiii, ég hlakka SVO til á fimmtudaginn þegar þau koma. Það verður svo yndislegt að fá þau til okkar. Sjáum þau alltof sjaldan.
Ég er að baka brauð...með spelti, sem reyndar inniheldur líka glúten, en þetta er byrjunin. Gaman að sjá hvernig þetta verður. Ég er að baka bananabrauð, sem upphaflega inniheldur bæði hveiti og sykur, en ég sem sagt notaði bæði fínt og gróft spelt og svo agavesýróp í staðinn fyrir hitt. Svo er ég að baka speltbrauð líka, sem var uppskrift að á speltpokanum frá Sollu. Bætti reyndar hunangi út í því það var engin sæta í...
Best að skella inn bananabrauðsuppskriftinni...þó ég viti ekki útkomuna enn...
2 bananar
1/2-1/3 bolli agavesíróp
1 bolli fínt spelt
1 bolli gróft spelt
1 tsk lyftiduft
1 tsk natron
Jæja, held ég skríði í bælið og verði hress og kát á morgun.
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 178853
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já líkaminn er furðuvera Skrýtið samt hvernig maður sæki í það sem ekki gott fyrir meltinguna - eins og Ólöf Ósk í brauð.... en svo fussar hún við malti og hnetum. Af hverju ætli það sé?
Ég t.d. þoldi aldrei tilhugsunina að borða banana. Mér fannst þeir slepjulegir, lyktin af þeim vond og gat ekki hugsað mér að láta þá inn fyrir mínar varir. Svo fór ég að vakna með sinadrátt aðra hverja nótt eða svo (og trúðu mér sinadráttur er miklu verri en enginn dráttur ) Ég fór að skoða málið og komst að því að bananar væru góðir við sinadrætti. Ég fór að borða banana annan hvern morgun og viti menn - hef ekki fengið sinadrátt síðan. Hins vegar finnst mér þeir ekki góðir í neinu s.s. kökum eða krem með bananabragði....
Held samt að ég gæti aldrei drukkið/borðað þennan morgunsjeik, nema þá að sleppa hrísmjólkinni
En nú er þessi athugasemd orðin sjálfstætt blogg. Góða nótt
Hrönn Sigurðardóttir, 12.6.2007 kl. 23:43
Það er búið að ofsækja mig í gegnum tíðina fyrir að vilja ekki hnetur. Ég veit ekki hvort ég hef ofnæmi fyrir þeim en eftir þennan pistil þinn held ég að svo sé. Knús af Langasandinum!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 13.6.2007 kl. 01:42
Já, oj, ég fékk svona sinadrátt í kálfana nótt eftir nótt á meðgöngunum, sérstaklega með Jón Ingva þó (minnir mig)...vildi að ég hefði vitað þetta með bananana, það hefði verið vel þess virði að prófa.
Annars fékk ég algert æði fyrir bönönum í upphafi meðgöngunnar með Ólöfu Ósk, var ekki með bakarofn svo ég mætti einn sunnudaginn heim til pabba...kl 8 og bakaði bananabrauð og gerði bananatertu...svo borðaði ég súrmjólk með bönönum og brauð með banana á morgnanna...var að vinna á leikskóla...man að einn morguninn kláraðust bananarnir inni á deild og ég fékk tvær skottur til að sækja banana. Ég vildi hafa bananana vel þroskaða...svo komu þær með splunkunýja stinna banana...ég fór næstum því að gráta!! Grínlaust!!! Greinilega verið eitthvað efni sem ég þurfti!!
Nóg um það.
Já, Gurrí, nú getur þú sagt fólki að þú sért með óþol/ofnæmi fyrir hnetum og vonandi að fólk haldi bara kj....!!! ;)
SigrúnSveitó, 13.6.2007 kl. 10:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.