Leita í fréttum mbl.is

Góðan daginn

SporðdrekiSporðdreki: Þú skemmtir þér án þess að hafa nokkrar áhyggjur af því að vera meðtekinn. Þú kemur inn í hópa til þess að hlæja og það er einmitt það sem gerist.
 
Image hosting codes

 

Jæja, þá er upp runninn sólfagur þriðjudagur 12. júní og eiginlega glatað að sitja inni...segir hausinn minn...en þá grípur jákvæðnisengillinn inn og segir; "Já en ef þú situr vel við í dag nærðu ef til vill að klára 'oplægget'!!"  Oooohhh, stundum elska ég þennan jákvæðisengil en stundum finnst mér líka þessi rauði með horn og hala, sem situr á hinni öxlinni miklu skemmtilegri...kannski vegna þess að ég þekki, eða þekkti hann miklu betur.  Hann hefur fylgst mér miklu lengur.

 
Þessi rauði stjórnaði svo lengi.  Hann sagði mér t.d. að ég væri vitlaus, að ég kynni ekkert og gæti ekki lært, hann sagði mér líka að ég væri ekki nógu góð og allir væru að horfa á mig með neikvæðum gagnrýnis augum.
 
Þessi sami rauði púki reynir að ná mér frá bókunum núna, og út í sólina og hann segir mér að ég muni hvort eð er örugglega ekki ná prófinu og glætan að ég geti hvort eð er staðið undir því að vera hjúkka...ég hafi ekkert lært og sé óttalega vitlaus...!!
 
EN ég kýs að trúa honum ekki.  Ég ætla að hlusta á hvíta fallega engilinn sem segir mér að; ég er EKKI vitlaus; ég er bara ansi klár, ég GET lært, ég er NÓGU GÓÐ, og ef fólk horfir á mig með neikvæðum gagnrýnis augum þá er það bara alls ekki mitt vandamál!!!
 
Bænin mín í dag er þessi:
"Guð leiðbeini mér svo ég komist að réttri niðurstöðu og gefi mér kjark til að halda fast við hana gegn öllum þrýstingi og fortölum".
 
Og nú er ég farin að læra!!! Því ég GET og ég VIL og ég ÆTLA!!! 
 
Sól og kærleikur til ykkar allra...Heart

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ljúfust! Þú getur allt sem þú vilt

Sjáðu bara ástaraugun sem Einar og börnin horfa á þig  Og það er rétt hjá þér ef fólk sér þig ekki eins og þú ert þá er það EKKI þitt vandamál

knús

Hrönn Sigurðardóttir, 12.6.2007 kl. 12:29

2 Smámynd: SigrúnSveitó

Ég veit. Það er bara alveg magnað hvað þessi rauði djöbbi þarf að vera að trana sér, en hvíti engla´bassen´ er komin fram fyrir hinn og ætlar að vera þar

Það er svo magnað að þegar þessi rauði réði hér ríkjum þá var alveg sama þó Einar horfði á mig með ástaraugum, ég trúði því ekki.  En sem betur fer eru breyttir tímar og ég veit og ég trúi á ást hans.  Enda hef ég lært að elska sjálfa mig

Knús tilbaka, og takk

SigrúnSveitó, 12.6.2007 kl. 13:01

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já það það að elska sjálfa sig þarf alltaf að koma fyrst.

Hrönn Sigurðardóttir, 12.6.2007 kl. 13:20

4 Smámynd: SigrúnSveitó

Það er MJÖG mikilvægt.  Og alveg yndislegt þegar mér tókst það.

SigrúnSveitó, 12.6.2007 kl. 13:30

5 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

frábært, auðvitað geturðu allt sem þú villt, og gott að snúa á hann rauða, þegar maður hefur gert það nógu oft, hverfur hann.

ljós til lærdómskonu

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 12.6.2007 kl. 13:35

6 Smámynd: SigrúnSveitó

Takk elskan

SigrúnSveitó, 12.6.2007 kl. 18:57

7 identicon

hvað er málið er ekkert að gerast, engar myndir og einar aldrei á skype

Sindri (IP-tala skráð) 12.6.2007 kl. 20:28

8 Smámynd: Einar Ben

Enginn tími fyrir blaður á  skype (þú veist, þú talar svo mikið ), hef reyndar hugsað mikið til þín undanfarið, það væri ótrúlega gaman að hafa þig með mér í þessu öllu saman.

Þetta með myndirnar er að sjálfsögðu alfarið á ábyrgð síðuskrifara

Er rokinn uppeftir að halda áfram að rífa utan af sökklinum áður en ég fer á næturvakt.

cya 

Einar Ben, 12.6.2007 kl. 20:41

9 identicon

oh já, þessi rauði er ferlegur, en svo er svo frábært þegar maður hættir að trúa á hann og líður vel með þá hugmynd að vera bara nokkuð klár. En hann reynir alltaf, öll brögð notuð.

ást 

jóna björg (IP-tala skráð) 12.6.2007 kl. 21:00

10 Smámynd: SigrúnSveitó

Já, ég átti yndislegan dag.  Náði að undirbúa mig slatta og er sátt og glöð :)

hehe, já Jóna, þessi rauði reynir alltaf, en fær aldrei (vonandi) að ná yfirhöndinni aftur...nema rétt í augnablik...það kemur fyrir að ég sofna á verðinum og þá er hann mættur! En sem betur fer höfum við tól og tæki til að ýta honum burtu ;)

Knús... 

SigrúnSveitó, 12.6.2007 kl. 21:07

11 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gott að heyra af þínum góða degi, ég hef það fínt á Akureyri kem heim á morgun.

Ásdís Sigurðardóttir, 12.6.2007 kl. 21:18

12 Smámynd: Hugarfluga

Knús frá mér til þín

Hugarfluga, 12.6.2007 kl. 22:32

13 Smámynd: SigrúnSveitó

elskurnar mínar, knús til ykkar og Ásdís, góða ferð heim á morgun.

SigrúnSveitó, 12.6.2007 kl. 22:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband