3.6.2007 | 15:14
Sunnudagur til sælu
Það er sko ekkert smá gaman að vera til þessa dagana!!
Ólöf Ósk fór snemma út, sundmótið kallaði. Hún synti 200 m skrið kl 8.30...þá var ég enn sofandi...en afi hennar fór að sjá hana synda og var að rifna úr stolti yfir stelpuskottinu.
Ég og strákarnir hjóluðum svo upp í laug og sáum hana synda 100 m bak kl 9.50. Ég táraðist af stolti þegar nafnið hennar var kallað upp. Mér finnst hún svo dugleg.
Mér finnst svo yndislegt að börnin mín eru ekki litlar hræddar mýs eins og ég var... Ég hefði aldrei þorað að taka þátt í sundkeppni, eða neinni keppni yfir höfuð. Ég man t.d. að mér fannst geðveikt gaman í blaki þegar ég var í síðustu bekkjum grunnskólans og það voru margar sem æfðu blak. En ég þorði ekki að taka þátt...var hrædd um að vera ekki nógu góð, hrædd um að mistakast...hrædd um hvað aðrir hugsuðu um mig...
Sennilega er þetta stór þáttur í því hvað ég er stolt af henni, mér þykir hún SVO dugleg.
Eftir að hún var búin að synda þarna í morgun hjóluðum við í kaffi til tengdó. Ekkert smá æði að geta hjólað í kaffi til fjölskyldunnar. Krakkarnir eru svo ánægð með þetta, að hafa afa og ömmu svona nálægt, og við Einar erum ekki minna ánægð. Þetta er yndislegt.
Jón Ingva langaði svo að bjóða í vöfflur, svo hann bauð afa sínum og ömmu í vöfflukaffi og nú stendur hann frammi í eldhúsi og bakar bleikar vöfflur. Svo ætlum við Jóhannes að baka nokkrar grænar á eftir.
Svo er bara stórkostlegt að hafa öðlast frelsi, frelsi til að fara í kaffi til tengdó án þess að hafa samviskubit yfir að sitja ekki heima og lesa...
Mér finnst ég lánsamasta kona í heimi.
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 178700
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já, það er svo rétt. Að geta verið þakklát fyrir það sem ég á/hef í stað þess að gremjast yfir því sem ég á/hef ekki er svo notaleg tilfinning.
SigrúnSveitó, 3.6.2007 kl. 15:40
Til hamingju með þig
Hrönn Sigurðardóttir, 3.6.2007 kl. 16:58
Takk elskan
SigrúnSveitó, 3.6.2007 kl. 17:34
Þú ert svo lík mér á margan hátt, Sigrún. Ég var einmitt algjör mús sem barn og er enn ... á annan hátt þó. Það að kunna að þakka fyrir og að meta það sem maður hefur er Guðs gjöf. Þú ert einstök.
Hugarfluga, 3.6.2007 kl. 18:23
Ég hef oft hugsað um það, kæra fluga, að ég vona að við eigum eftir að hittast einn góðan veðurdag. Mér finnst einmitt svo oft sem við tölum sama tungumál.
knús...
SigrúnSveitó, 3.6.2007 kl. 18:48
Þú ert lukkunnar pamfíll, hvernig gerir maður vöfflur bleikar??
Ásdís Sigurðardóttir, 3.6.2007 kl. 20:23
Mér finnst best að nota rauðan matarlit sem fæst í Húsasmiðjunni...örugglega baneitraður, en hann virkar!! Þeir eiga yfirleitt ýmsa liti og þeir eru krassandi!! Þessar grænu eru virkilega eitraðar á litinn!!! En börnin ELSKA þetta...og svo oft borðum við þetta ekki
SigrúnSveitó, 3.6.2007 kl. 20:27
Tilhamingju með duglegu stelpuna þína!
Eydís Hentze Pétursdóttir, 3.6.2007 kl. 20:38
Takk
SigrúnSveitó, 3.6.2007 kl. 20:56
til hamingju með stelpuna, ég þekki svo þessa tilfinningu þegar maður horfir á börnin sín og er svo sáttur við hverning þau eru orpin, minnimáttakenndin sem alltaf hrjáði, er ekki í þessum einstaklingum, það er svo mikilvægt að segja börnunum sínum oft á dag að þau séu elskuð !
gott að sjá þig aftur.
Ljós til þín
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 4.6.2007 kl. 06:10
Takk sömuleiðis
Talandi um að segja börnunum sínum að þau séu elskuð, þessi sama skotta sagði við mig þegar hún var 3ja ára; "Mamma, ég veit að þú elskar mig, svo þú þarft ekki alltaf að vera að segja það. En ef ég gleymi að þú elskar mig þá skal ég segja þér það svo þú getir sagt mér það."!! En ég gat nú samt ekki hætt að tjá henni ást mína
SigrúnSveitó, 4.6.2007 kl. 07:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.