Leita í fréttum mbl.is

Enn einn dagur

Ég sit hér við tölvuna og mér er skítkalt...það er kalt úti...norðanbelgingur (held ég...).  Ég er kuldaskræfa af Guðs náð, og þannig hef ég alltaf verið.  

Man einu sinni fyrir langa löngu...þáverandi kærasti minn brá sér til Reykjavíkur...þegar ég skreið undir sæng um kvöldið fann  var ein bjórdós, ullarsokkar og miði sem á stóð; "Skelltu í þig öllaranum, skelltu á þér ullarsokkunum og þér ætti að hlýna á tánum".  Þarna var ég 18 ára...svo það var ekki ungmeyjahitanum fyrir að fara...amk ekki í tánum...og núna er ég 36 og mér er enn kalt á tánum!!  Varla er það kerlingarkuldi...LoL

Jamm, þetta var smá flashback...  Einu sinni gat ég ekki munað neitt jákvætt um þennan blessaða mann, en það get ég í dag.  Eftir að ég sættist við fortíðina mína þá fór mér líka að þykja vænt um persónur og atburði í fortíðinni, því það er nú einu sinni þannig að allt hefur þetta átt sinn þátt í að gera mig að þeirri sem ég er í dag, og ég er mjög sátt við sjálfa mig eins og ég er í dag.  Svo þetta er gott mál allt saman.

En nú ætla ég að hætta að röfla og demba mér í verkefni dagsins...var að tala við Annemarie, svo við vitum hvað er mál málanna í dag...og næstu daga...

Eigiði ljúfan dag, elskurnar.

 

Image hosting codes

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sendi þér hita í harta og tær héðan frá Danmörku þar sem ætlar að verða ansi heitt í dag.

Gangi þér vel með verkefnið, þið eigið eftir að klára þetta alveg glimrandi og það er svo stutt eftir að þrauka

Jóhanna (IP-tala skráð) 25.5.2007 kl. 09:19

2 Smámynd: SigrúnSveitó

ooohhh, takk fyrir það, finn ylinn færast í tærnar

Já, það er bara að "klø på" eins og daninn segir, svo er þetta búið eftir 10 daga!!!  Magnað alveg.

Knús til þín

SigrúnSveitó, 25.5.2007 kl. 09:28

3 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

Gangi þér vel með verkefnið kæra Sigrún

Ljós og Kærleikur til þín

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 25.5.2007 kl. 10:43

4 Smámynd: SigrúnSveitó

Takk, yndislega Steina

SigrúnSveitó, 25.5.2007 kl. 10:57

5 Smámynd: Hugarfluga

Góður pistill, sætust. Og beljuskömmin minnir mig á kvað ég sakna blogganna hennar Búkollu minnar.

Hugarfluga, 25.5.2007 kl. 13:12

6 Smámynd: SigrúnSveitó

Takk fyrir það, flugan mín fríð.  Ég sakna líka bloggflakksins míns...en ég hef væntanlega meiri tíma í slíkt flakk von bráðar...vona bara að bloggvinir mínir verði ekki búnir að gefast upp á mér og hendi mér út áður...

SigrúnSveitó, 25.5.2007 kl. 13:35

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Vinátta á ekki að mælast í magni, heldur gæðum. Við vitum að þú elskar okkur, þú þarft ekki sí og æ að vera að segja okkur frá því. Við viljum að þú útskrifist sem hjúkka og þá máttu ekkert vera að því að kommenta endalaust, dúllan mín. Það er hlýtt hjá mér, enda sit ég við gluggann og sólin vermir mig. (Svo þarftu að muna að sem Skagamaður þá er aldrei sérlega kalt eða hvasst á Skaganum. Bara í Reykjavík og annars staðar ... múahahahha)

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 25.5.2007 kl. 15:23

8 Smámynd: SigrúnSveitó

Takk Gurrí.  Bara eitt...ég er EKKI skagamaður...ég er sko NORÐFIRÐINGUR og verð ALDREI annað...samt finnst mér æði að búa hérna í *ekki* rokinu

æjæj, Arna...það er svo ónotalegt að vera kuldaskræfa. Ég skreið undir sæng í dag, lá þar í klukkutíma og skalf enn...svo fór ég út í *ekki* rokið og hamaðist gegnum Bónus (sem er kominn á Akranes) og svo heim að elda, allt á mettíma...og mér hlýnaði loks...kannski sit ég of mikið þessa dagana...en ég er samt ALLTAF kuldaskræfa!!

Nú er ég hætt þessu bulli... 

SigrúnSveitó, 25.5.2007 kl. 17:45

9 Smámynd: Gerða Kristjáns

Það er líka bilaður "thermosinn" í mér og hefur alltaf verið.......sem krakki endaði ég yfirleitt UNDIR teppinu sem ég átti að liggja Á í sólbaði hahaha

Gerða Kristjáns, 25.5.2007 kl. 22:20

10 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Já, það er svo gott að finna hvernig manni getur farið að þykja vænt um þá fortíð sem var samt svo erfið. Þú ert duglegust.

Ásdís Sigurðardóttir, 25.5.2007 kl. 22:50

11 Smámynd: SigrúnSveitó

haha, Gerða...ég hef sko líka legið UNDIR teppinu í *sólbaði*!!

Ásdís, já fortíðin...ljúfsár Takk.

SigrúnSveitó, 25.5.2007 kl. 23:08

12 identicon

Hæ hæ! Já takk ég vil endilega bloggvin, ég er bara ekki orðin nógu menntuð í þessu bloggereíi  og veit ekki hvernig þetta virkar, þú verður eiginlega að lóðsa mig áfram. Kv. Hófý Sig.

Hófý (IP-tala skráð) 25.5.2007 kl. 23:46

13 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

aldrei myndi mér detta í hug að kasta þér sem bloggvin......

....ég meina maður veit aldrei hvenær maður þarf á þinni menntun að halda

Haltu áfram að vera dugleg, dúlla

Hrönn Sigurðardóttir, 26.5.2007 kl. 01:01

14 Smámynd: SigrúnSveitó

Hófý, ég er búin að senda þér leiðbeiningar á þinni síðu.

Takk Hrönn, ég held áfram.  Fæ svo frábæran stuðning hérna inni að það er bara yndislegt.
Já, aldrei að vita hver þarf á minni menntun að halda og hvenær...spurðu bara Gurrí híhí...

SigrúnSveitó, 26.5.2007 kl. 11:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband