Leita í fréttum mbl.is

Verð að deila með ykkur...

...gleði minni.

Ég fór út að hlaupa áðan, í fyrsta sinn síðan hnéð klikkaði (liðþófinn rifnaði) í október 2005!!!  Júbbí, ég komst þangað sem ég ætlaði mér og fann ekki fyrir verk í hnénu.  Nú treysti ég á að hann komi heldur ekki á eftir!!!

Þegar ég byrjaði að hlaupa í byrjun árs 2004 hljóp ég eftir hlaupaprógrammi frá Iform, ægilega fín, ný hlaupabók.  Sem gengur út á að komast upp í 5 km á 10 vikum, hægt og rólega.  

Nú, ég hef lesið um fullt af fólki sem þjálfar sig upp í 5 km á MIKLU styttri tíma...og ég er ekki sérlega þolinmóð þegar kemur að svona...ég vil árangur - STRAX!!!.  Svo ég ákvað að kíkja ekki í bókina að þessu sinni...hún segir að ég eigi að hlaupa held ég í 1 mínútu fyrsta daginn og labba eitthvað ákveðið lengi og svo framvegis...

Núna gerði ég þetta svona: Ákvað hvaða vegalengd - eða hvaða leið öllu heldur - ég ætlaði, labbaði smá, rösklega til að hita upp, og svo hljóp ég...í rúmar 7 mínútur og er yfir mig ánægð með árangurinn.

Peoples Gif Images # 191153
En nú er málið náttúrlega lestur...vorum að tala við leiðbeinandann okkar...og það er sumt sem þarf að breyta og bæta...svo nú verður lesið og skrifað fram eftir degi!!!  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Innilega til hamingju með þetta hlaup.. samgleðst þér innilega, þig er búið að langa þetta svo lengi. Frábært og þú verður sjálfsagt farin að hlaupa maraþon áður en þú veist af... tíhí.. kv. úr sólinni og vindinum

Salný (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 11:09

2 Smámynd: SigrúnSveitó

aaaahhhh, sjáum til með maraþonið, ég verð yfir mig ánægð með að ná í 5 km

SigrúnSveitó, 22.5.2007 kl. 11:11

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Frábært! Til hamingju með það.

Ég er alltaf að reyna að auka úthaldið, gengur ekki nógu hratt, finnst mér. Draumurinn er að geta skokkað hringinn án þess að labba með eða eins og ég geri, stoppa aðeins og kasta mæðinni og hleyp svo aftur af stað.

Hrönn Sigurðardóttir, 22.5.2007 kl. 11:47

4 identicon

TIl lukku honý pæ ;) Þú hlýtur þá að gerast göngufélagi Einars upp um fjöll og firndindi, ekkert eins æðislegt og það...  Við ætlum einmitt á Ingólfsfjall á næstu dögum...og svo verður það Esjan í sumar, við getum fjölmennt þar famelýjan  ;)

Annars þá prufaði ég merkilegan tíma í gær, Fit Pilates, núna er ég hálf farlama, uppskar þvílíkar harðsperrur í magann og lærinn, en það er nú bara gott að finna að maður hefur tekið á :)

knús á þig úr slyddu eða snjó eða sól og blýðu úr RVK ;/

Elín Eir Jóhannesd (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 11:48

5 Smámynd: SigrúnSveitó

Hrönn, hvað ertu búin að hlaupa lengi? Og hvað er hringurinn langur?

Elín, já ég stefni sannarlega á að verða göngufélagi Einars, stefnum reyndar á "fjölskyldan á fjallið", hafa þetta familíusport. Hins vegar ætla ég ekki að stefna á Hvannadalshnjúk í júlí...ætla að gefa hnénu tíma...eða reyna það...smá óþolinmæði í gangi

Vona að þú losnir við harðsperrunar sem fyrst, knús tilbaka úr blíðunni hérna á Skaga. 

SigrúnSveitó, 22.5.2007 kl. 12:09

6 identicon

Glæsilegt að þú ert farin að geta hlaupið aftur.

jóna björg (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 12:55

7 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Til hamingju, ég bæði öfunda ykkur Hrönn af dugnaðinum og samgleðst ykkur líka.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 22.5.2007 kl. 13:47

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Til lukku. Ég get ekkert hlaupið og hef ekki getað í mörg ár. Sástu viðtalið í TV í gærkvöldi, við manninn sem hljóp 197 km. sumir eru nú ótrúlegir.

Ásdís Sigurðardóttir, 22.5.2007 kl. 14:37

9 Smámynd: SigrúnSveitó

Takk, takk.  Mér finnst þetta ÆÐI. 

Úff, nei, sá ekki þennan mann...197 km...!!! Ætli þetta sé sá sami sem fór í fjallahlaupið í USA? Sá hljóp víst á Esjuna...og niður aftur...á fáránlega stuttum tíma... 

SigrúnSveitó, 22.5.2007 kl. 15:28

10 Smámynd: SigrúnSveitó

Takka takka

SigrúnSveitó, 22.5.2007 kl. 18:44

11 identicon

ohhh dúlleg í skokkinu  ... til hamingju með þessa byrjun :)   Hmmm Elín .. mannstu eftir okkar Esjuferð .. upphitunarferðinni?? hehe

ragnhildur frænka (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 21:09

12 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þú ert dugleg stelpa!!! Flott hjá þér!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.5.2007 kl. 21:36

13 Smámynd: Gerða Kristjáns

Frábært hjá þér

Gerða Kristjáns, 22.5.2007 kl. 21:39

14 Smámynd: SigrúnSveitó

ooooohhh, ekkert smá sem ég fæ af kveðjum í dag, verð greinilega að drígja hetjudáð daglega...hihihi...

SigrúnSveitó, 22.5.2007 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband