Leita í fréttum mbl.is

Leiðindakvöld

Við vorum með leiðindakvöld í gær.  Fyrir þá sem ekki vita hvað það er, þá er þetta fjölskyldukvöld þar sem ekki má vera kveikt á sjónvarpi eða tölvu, heldur ekki á símum.  Fjölskyldan gerir eitthvað saman.

Við vorum ekki búin að ákveða fyrirfram hvað við ætluðum að gera, og lærðum af því. Það var ósamkomulag um hvað skildi gert, einn vildi gera kvikmynd, annar vildi spila matador...svo var líka einn sem var alsæll með að skoppa um...mamma á Langasandi

Einar kom svo með hugmynd sem sló í gegn hjá öllum; klæða okkur og fara út!!  Sem við og gerðum. Fórum á Langasand...en það var reyndar fljóð svo við urðum að labba langleiðina inn að Höfða áður en við komumst niður á sandinn.

Ólöf Ósk og Jón Ingvi á Langasandi

En það var rosa gaman.  Hlaupið um og hoppað og skoppað.  Hlaupið niður að sjó og svo á fullri ferð upp aftur til að verða ekki blaut í fæturnar þegar öldurnar komu.  

Þar sem við vorum komin svona nálægt Höfða ákváðum við að kíkja inn til ömmu Báru, sem varð að vanda glöð að sjá okkur.  Hún klikkaði heldur ekki á að eiga nammi og gos í ísskápnum Wink og börnin nutu góðs af því. 

Á leiðinni til baka röltum við aftur á sandinn, og fundum aftur krabbann sem hafði orðið á vegi okkar á leiðnni innJóhannes gefur pabba stein að Höfða.  Hann var lifandi, en virkaði frekar slæptur.

Við fundum líka flotta steina, skeljar og krabbaskel...og krabbakló, sem féll vel í kramið hjá Jóni Ingva. 

Þetta var svakalega velheppnuð ferð, allir mjög ánægðir.

Heima lá pabbi (minn).  Hann er lasinn, aumingjans karlinn.

Það verður væntanlega letidagur í dag...með einhverjum pirringi...því börnin fóru SEINT að sofa...það er vökukeppni á leiðindakvöldum...og nú eru allir þreyttir...og frekar stuttur þráður í sumum... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Brilljant hugmynd að vera með þessi "leiðindakvöld".

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 20.5.2007 kl. 14:26

2 Smámynd: SigrúnSveitó

Já, þetta er brilljant hugmynd, hugmynd komin frá Stefáni Karli, stofnanda Regnbogabarna.  Ég mæli eindregið með þessu. Okkur finnst þetta amk frábært, þó svo við höfum bara náð að hafa svona kvöld tvisvar...þurfum að skipuleggja okkur betur...einmitt eitthvað sem við ættum að hafa lært á öllum þessum árum í Danmörku!!!

Við sáum báðar svalirnar þínar, nýju, fínu, ekkert smá glæsilegt.

SigrúnSveitó, 20.5.2007 kl. 14:49

3 Smámynd: SigrúnSveitó

Já, þetta er einmitt mjög gott vegna þess að það er ekkert sjónvarp eða tölva til "aðstoðar" ;) Endilega hermdu eftir, ég mæli með þessu.  Þetta kallast leiðindakvöld einmitt vegna þess að það eru víst fyrstu viðbrögð *unglinga*...

SigrúnSveitó, 20.5.2007 kl. 18:56

4 identicon

Blessurð Sigrún

þú ert alltaf jafn sniðug, þetta leiðinda kvöld er bara brilljant. Ég er að hugsa um að herma eftir þér. Það væri gaman að hittast í kaffi spjalli einhvern tíma. Nú hitti ég þig ekki í Köpen.

kv Ásta Sigrún

Ásta Sigrún Gylfadóttir (IP-tala skráð) 21.5.2007 kl. 00:26

5 Smámynd: SigrúnSveitó

Hæ Ásta.

Já, ég mæli eindregið með þessum leiðindakvöldum.  

Það væri frábært að hittast yfir kaffibolla við tækifæri. Ég maila á þig þegar um fer að hægjast...er á hvolfi í lokaverkefninu...

Knús & kærleikur... 

SigrúnSveitó, 21.5.2007 kl. 07:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband