18.5.2007 | 21:27
Óspennandi og fullt af túristum
Já, ég er að tala um bláa lónið. Hins vegar er umhverfið stórkostlegt, og mjög sérstakt að sjá blátt vatn mitt úti í hrauni.
Sjálft bláa lónið finnst mér óspennandi, og allt öðru vísi en það var þegar ég fór þangað síðast...held örugglega að það hafi verið 1991...frekar en 1988...!!
Annemarie fannst þetta stórmerkilegt, en vildi bara stoppa stutt. Ólöf Ósk hefði náttúrlega getað legið þarna allan daginn, en hún elskar vatn svo það eru ekki nýjar fréttir. Hins vegar er hárið á henni eins og barbiehár á eftir...svo ég veit ekki hvort hún vill fara aftur!!
Við mægður komum við í miðborg Reykjavíkur á leiðinni heim. Áttum erindi á Laugaveginn. Vá, æðislegt veður þar. Hefði sko verið til í að vera með fullt af peningum...skreppa í búðarráp...og sitja svo á kaffihúsi fram á kvöld og hafa það náðugt. En það verður seinna...þegar ég verð orðin rík á því að vera hjúkka!!! HAHAHA....
Heima var Jón Ingvi, hann fór til eyrnalæknis (með pabba sínum) meðan ég var í burtu...annað rörið dottið úr, svo nú er engin ástæða að hafa eyrnatappa í vinstra eyra meir. Við vonum það besta, svo hann sleppi við aðra röraísetningu með haustinu!!
Jóhannes fékk stuð í puttann uppi á byggingasvæði. Hann var að skoða heiminn og rakst þar á óvarinn rafmagnskaðal...snertir sennilega ekki slíkt aftur.
Litli molinn minn. Ég þarf alltaf að vera að knúsa þetta skinn...meira en venjulega...og kreista hann vel...ég er svo þakklát fyrir að hann er heill á húfi eftir að atvikið með bílinn um daginn.
Já, og svo er pabbi kominn heim frá Hong Kong og er hann að spá í að kíkja á okkur um helgina. Alltaf gaman og gott að fá hann í heimsókn. Yndislegur hann pabbi minn.
En nú ætla ég að leggjast upp í rúm og hvíla lúin bein...og svo er það harkan sex á morgun...læri, læri, lær...(sko ekki lambalæri eða neitt slíkt, nema NÁMlæri...!!!).
Kærleikur til ykkar og gætið þess að hafa ekki fangið svo fullt af fortíðinni að það sé ekki pláss fyrir nútíðina.
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góð hjá þér spekin í síðustu setningunni
knús
Hrönn Sigurðardóttir, 18.5.2007 kl. 21:32
Ég er ein af þeim sem hef aldrei farið í BLáa Lóni og mun aldrei gera, finnst þetta ömó. Takk fyrir áminninguna, hún er góð.
Ásdís Sigurðardóttir, 18.5.2007 kl. 21:43
jemin .. fannst þér Lónið ömó?!! Algjör perla og í miklu uppáhaldi hjá okkur skvísunum :) Eina sem er ömó er verðlagið .. fer ekki nema á tveir-fyrir-einn tilboði! :D Ætluðum einmitt að fara í dag í sólinni en Laugar-sprikl og sól á svölunum var tekið framyfir. Aðallega af því það er STÓR-leikur í boltanum í dag og sumir mega ekki missa af því :) Flott síðasta setningin hjá þér frænka! *knús&kram*
ragnhildur frænka (IP-tala skráð) 19.5.2007 kl. 07:53
Sælar stúlkur.
Já, þetta er góð speki. Held mikið upp á hana.
Bláa Lónið...finnst það kannski ekkert ömó, en ekki sérlega spennandi heldur. Reyndar verður húðin skemmtilega mjúk...en hárið...úff...Ólöf Ósk er búin að þvo sitt og setja helling af næringu en er enn með barbiehár...
En verðlagið, það er fáránlegt!!!
SigrúnSveitó, 19.5.2007 kl. 09:09
æi, er ekki bláa lónið dásamlegt, fór þangað í fyrra með vinu mínum honum morten, og fannst það svo fallegt, vorum þar í marga tíma. á meðan ég man þá er það gunni kokkur sem gerir alltaf mat á þorrablótinu sem er maðurinn minn. svar við gamalli spurningu frá þér sem ég hef ekki munað eftir að svar.
ljós til þín kæra sveitamær
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 19.5.2007 kl. 22:18
Æi nei, voða lítið dásamlegt. Fer samt örugglega þangað aftur ef útlenskir vinir óska eftir því. Veit samt ekki hvað ég á að gera við hárið á dóttir minni...það er enn eins og barbiehár...
Ok, þá veit Einar amk hver Gunni er
SigrúnSveitó, 20.5.2007 kl. 09:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.