Leita í fréttum mbl.is

Jóhannes

Jóhannes hjólaði sem sagt í tvo tíma og rúmlega það í gær. Þegar hann fór að sofa sagði hann mérJóhannes hjólar að kraftarnir hans hefðu flogið burt...!! Við urðum sammála um að það væri best að hvíla sig í nótt...  Eitt af því fyrsta sem hann sagði í morgun þegar hann vaknaði var; "Ég er búinn að fá kraftana mína aftur, þeir komu inn um gluggann"!!!  Yndislegt Heart

Svo rauk hann fram, í föt og skellti í sig einu glasi af Herbashake...enginn tími fyrir meira!! Og út að hjóla kl. 7.30!!

Einar hjólaði svo með honum í leikskólann og ég ætla að hjóla með honum út í búð eftir leikskóla.  Hann er æstur í að skoða heiminn á hjólinu.

Það var svo gaman að gefa honum hjólið, þvílík gleði.  Hann hjólaði fram og tilbaka þarna í gær, og söng allan tímann.  Það sem hann syngur þessa dagana er:

Það er gott að vera sem gleðin býr,
þar sem gerast sögur og ævintýr.
Svon´ er veröldin okkar,
sem laðar og lokkar,
svo ljúf og hýr.

Lítill heimur ljúfur hýr
lítill heimur ljúfur hýr,
lítill heimur ljúfur hýr
eins og ævintýr.

Yndislegt að fylgjast með honum hjóla og syngja svona gleðisöng InLove

Bæn dagsins:

"Guð láttu mig sýna þakklæti fyrir allt hið góða sem ég hef tekið sem sjálfsagðan hlut." 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hugarfluga

Hann er ekkert smá mikil dúlla!!! 

Hugarfluga, 8.5.2007 kl. 18:15

2 Smámynd: SigrúnSveitó

Já, hann er voða krútt

SigrúnSveitó, 8.5.2007 kl. 18:55

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

 yndislegur

Hrönn Sigurðardóttir, 8.5.2007 kl. 22:02

4 Smámynd: SigrúnSveitó

Takk

SigrúnSveitó, 8.5.2007 kl. 22:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband