5.5.2007 | 18:17
Þakklæti
Yndislegur dagur að verða liðinn. Fór á fund kl. 9 í morgun og var á fundi í allan dag, eða til kl. 15. Fullt af góðum hlutum í gangi, fullt af yndislegu fólki.
Morguninn byrjaði vel. ...fór á vigtina og hún var ekki eins og ég vildi hafa hana...ég hef ekki misst svo mikið sem 100 gr síðan ég tók sykurinn út fyrir tæpum 4 vikum síðan!!!
Þegar ég var búin í sturtu og allt sem því fylgir, fór ég á hnén og rabbaði við ÆM og fór svo í hugleiðslu. Æði. Svo fór ég og fékk mér morgunmat og þá allt í einu laust þessari hugsun niður í skallanum á mér; "Nei, þú hefur ekki létst, en þú hefur heldur ekki þyngst!!" Og mikið rétt!! Ef ég væri enn að borða sykur þá væru pottþétt komin 3-5 kg á þessum 4 vikum!!!
Svo þetta er MJÖG JÁKVÆTT!! Og ég fann gleðina og þakklætið streyma um mig alla.
Þakklæti fyrir að fá að sjá hvað það er margt sem ég get verið þakklát fyrir, og að finna fyrir þakklætinu. Það er svo margt sem ég er þakklát fyrir, lífið er svo stórkostleg gjöf.
Það er frábært veður, sólin skín og börnin una sér úti. Sólin skín einhvernveginn á okkur alla daga, sama hvernig viðrar úti fyrir.
Þetta hef ég lært;
Því meir sem við elskum okkur sjálf og meðtökum lífið umhverfis okkur með kærleika, opnum huga og af öllu hjarta, þess fegurra verður allt umhverfi okkar.
og þetta;
Það sem þú átt í vasanum er ekki mikilsvert, eingöngu það sem þú átt í hjarta þínu.
Ég vissi þetta ekki, ég hélt að ef ég ætti velgengni að fagna í lífinu - veraldlega séð - þá yrði ég hamingjusöm, ef ég væri rík á peninga og gæti keypt það sem mig langaði í ÞÁ yrði ég hamingjusöm.
Ég hef lært að hamingjan er ekki falin í veraldlegum gæðum - eða því sem ég á í vasanum, heldur það sem ég á í hjartanu mínu. Ég hef fundið hamingjuna í að finna fegurð í sjálfri mér og því meira sem ég elska sjálfa mig því meira verð ég fær um að gefa öðrum. Og um leið og ég fór að elska sjálfa mig og virða, þá fór ég að geta tekið við ást frá öðrum því fyrst þegar ég gat elskað sjálfa mig fór ég að trúa því að ég væri ástar verð.
Það skipti ekki máli þó elsku maðurinn minn sagði mér oft og mikið hversu mikið hann elskaði mig þá átti ég erfitt með að trúa því. Því að á meðan ég var í markvissri niðurrífslustarfsemi þá var ég engan vegin fær um að þyggja ást hans.
Alltaf þegar þessar hugsanir leita á mig þá kemur í hugann ljóð eftir eina Stígamótakonu, ljóð sem við (nokkrar Stígamótakonur) fluttum á Ingólfstorgi 8. mars 1995, og það hljóðar svona:
Nú er sól í sálinni minni
eftir langan skuggadag.
Og vonin hún vaknar,
að dag einn ég finni
fegurð í sjálfi mér.
Ég hef birt þetta ljóð áður á blogginu mínu. Það hefur svo mikla og stóra merkingu fyrir mig. Og ég verð alltaf svo full af þakklæti þegar ég les það, því síðan þennan kalda marsdag 1995 hef ég gengið langa leið. Og vonin sem vaknaði þennan vetur í hjarta mínu hefur orðið að einmitt þessu; Í dag er sól í sálinni minni alla daga og ég hef fundið fegurð í sjálfri mér.
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 178858
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jamm, en ekki eins og þú gerir það...ég verð að fara hingað og ná í þær...og nota HTML-ham...
SigrúnSveitó, 5.5.2007 kl. 19:50
Þú ert yndisleg
Hrönn Sigurðardóttir, 5.5.2007 kl. 23:28
Fallegt og gott að lesa svona rétt fyrir svefnin. Góða nótt, dúlla.
Hugarfluga, 5.5.2007 kl. 23:33
jóna björg (IP-tala skráð) 6.5.2007 kl. 10:01
Takk elskurnar
SigrúnSveitó, 6.5.2007 kl. 10:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.