Leita í fréttum mbl.is

4. maí

ImageChef.com - Create custom images

 

4. maí er merkisdagur að mörgu leiti. Elín og Harpa

Fyrir það fyrsta þá á Elín systir mín afmæli í dag.  Skvísan er hvorki meira né minna en 28 ára gömul!!! Elsku Elín, ástarkveðjur til þín í tilefni dagsins.  Á myndinni með henni er Harpa Sólveig, dóttir hennar. 

 

Guðbjörg

 

Svo er það elskuleg föðursystir mín, hún Guðbjörg, sem líka á afmæli í dag.  Elsku Guðbjörg, kærleiksríkar kveðjur til þín á afmælisdaginn.

Ég var svo heppin að fá að vinna með Guðbjörgu í nokkrar vikur í vetur, þegar ég var í verknámi á geðdeild, en Guðbjörg er hjúkrunarfræðingur þar - með mikla reynslu.  Það var ómetanlegt, bæði persónulega að fá að vinna með frænku minni og starfslega séð, að fá að njóta góðs af mikilli reynslu frænku minnar.

Guðbjörg var lengi búin að segja; "Þú átt eftir að falla fyrir þessu [geðinu]", en ég var ekki eins viss...en viti menn, þarna fann ég mig svo rosalega vel og stefni þangað í framtíðinni...þegar börnin verða svolítið stærri.

Það var líka Guðbjörg sem kom mér í samband við réttu konuna, konuna sem gerði allt sem í hennar valdi stóð til að ég gæti komið heim í verknám, sem varð til þess að við gátum flutt heim s.l. sumar.  

Ástarþakkir, Guðbjörg Kissing

Annað sem alltaf kemur í hugann 4. maí - og sem ég man ekkert sjálf eftir - er að þennan dag 1972 flutti ég heim frá Danmörku - í 1. sinn.  Fyrir þá sem það ekki vita þá var pabbi í námi í Danmörku og hann og mamma bjuggu þar í landi í rúm 3½ ár, og ég fæddist sum sé á þessu tímabili, altså i Odense...

Já, 4. maí er merkilegur dagur, þið sjáið það!!

Ljós og kærleikur til afmælisbarna dagins, sem og ykkar hinna líka Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

....og þú ert merkileg kona

 smjúts

Hrönn Sigurðardóttir, 4.5.2007 kl. 10:30

2 identicon

Takk fyrir kveðjuna. Mig grunar að Guðbjörg lesi þetta blogg, nota því tækifærið og sendi henni afmæliskveðjur í leiðinni, hafðu það nú gott í dag frænka sem og alltaf :)

Og þú líka systir góð...hafðu það gott í dag

Elín Eir (IP-tala skráð) 4.5.2007 kl. 11:53

3 Smámynd: SigrúnSveitó

Hrönn...já, ég er mjög merkileg kona

Elín, darling, megi sólin skína á þig og í hjarta þínu, í dag og alla aðra daga.

SigrúnSveitó, 4.5.2007 kl. 12:13

4 Smámynd: Hugarfluga

Hamingjuóskir til þín og þinna á þessum dýrðarinnar Drottins degi!

Hugarfluga, 4.5.2007 kl. 12:48

5 Smámynd: SigrúnSveitó

SigrúnSveitó, 4.5.2007 kl. 13:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband