Leita í fréttum mbl.is

Af hjólaferð og fræðingi...

Jamm og já, ég er með bloggblokkeringu þessa dagana.  Hef sjaldan lent í að hafa svo lítið að segja.  Kannski vegna þess að það gerist ekki margt, annað en "þetta venjulega".  Sit heima og læri, og reyni að skilja það sem ég er að gera...er mamma og eiginkona þess á milli Wink.

Fór reyndar á fund í gærkvöldi, og svo á kaffihús á eftir.  Það var voða gaman.  Við hjónin hjóluðum sko á fund!  Þetta var 1. dagurinn sem ég hjóla eftir aðgerðina á hnénu þarna í febrúar og ég tók því ekki alveg með ró...

Ég ætlaði reyndar að hjóla með Jóni Ingva í skólann um morguninn en þá var framdekkið loftlaust...svo ég keyrði Jón Ingva í í skólann með hjólið hans og lofaði að fá pabba hans til að redda mínu hjóli svo ég gæti komið og sótt hann á hjóli.  Sem ég og gerði.  Þegar við vorum að fara að hjóla heim þá flaug mér í hug að skreppa upp á Höfða og tala við yfirhjúkkuna.  Jón Ingvi var til í tuskið, þar sem við gætum þá heimsótt Báru, langömmu hans í leiðinni.  Mér var sýnt húsið frá A-Ö (og er enn ringluð...) á meðan Jón Ingvi fór í kaffi með langömmu sinni.  Mér þótti frekar skrítið að heyra konuna kynna mig..."Þetta er Sigrún, hjúkrunarfræðingur sem er að byrja hjá okkur í júlí"!!!  

HjúkrunarFRÆÐINGUR!!!  Mér finnst ég sko enginn fræðingur!!!

Jæja, eftir að hafa skoðað húsið og drukkið kaffi með gömlu konunni (hún er sko 91 árs, hún Bára) hjóluðum við heim aftur.

Svo hjóluðum við sem sagt á fund, kaffihús og auðvitað heim aftur.

Ég var satt að segja skíthrædd um að ég yrði að drepast í hnénu í dag, en 7-9-13...ég finn ekki fyrir því!!!

Öll eymslin sem ég fann fyrir í byrjun apríl eru horfin, að minnsta kosti að mestu.  Ég var líka orðin svo aum í kringum "heilbrigða" hnéð að ég var farin að hafa miklar áhyggjur.  En svo tók ég sykurinn út hjá mér og viti menn; ýmsir kvillar löguðust!!!  

Hins vegar átti það ekki að koma mér á óvart þar sem ég fæ alltaf ýmsa kvilla þegar ég borða sykur.  Eitt súkkulaði og ég fæ illt í ristilinn...og þegar ég fæ illt í ristilinn þá fæ ég illt í hnén...svo ég tali nú ekki um hausinn á mér, og þá er ég ekki bara að tala um þráhyggjuna, heldur líka hausverk, og þreytu og ég held ég gæti haldið endalaust áfram.

Þannig að niðurstaðan er að ég á ekki að borða sykur...og ég vona líka að ég eigi ekki eftir að gera það aftur.  En ég tek bara einn dag í einu í því.  Og eins og mér líður í dag þá langar mig bara alls ekki í sykur og það er bara alveg yndislegt.

Jæja, nóg bull...bloggblokkeringin hvarf greinilega...

Ljós og kærleikur til ykkar allra... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: SigrúnSveitó

Já, góð hugmynd um "hjóla-í-vinnuna-átak".  Ég er með einhverjar óljósar hugmyndir um slíkt þegar ég byrja að vinna...en eins og þú segir...sunnan...suðvestan...það er ekki hentugt fyrir hjólatúra...!!

SigrúnSveitó, 27.4.2007 kl. 11:58

2 identicon

Gott að heyra að hjólatúrinn skildi ekki eftir eymsli hnénu. :)  Inga er að lagast í öxlinni eftir aðgerðina svo vonandi getum við farið að taka hjólin úr vetrardvala.  Að sjálfsögðu get ég ekki farið EIN í hjólatúr .. hehe   Hafið það gott um helgina *knús* á liðið :)

ragnhildur ... slæpast í vinnunni bara (IP-tala skráð) 27.4.2007 kl. 12:14

3 Smámynd: SigrúnSveitó

Knús tilbaka til þín frænka.

Takk fyrir listann, ég þekki þetta vel að eiga erfitt með gjafalistann...en það hjálpar *okkur*

SigrúnSveitó, 27.4.2007 kl. 12:32

4 Smámynd: SigrúnSveitó

Takk fyrir það

SigrúnSveitó, 27.4.2007 kl. 13:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband