Leita í fréttum mbl.is

Þreyttur drengur

Jóhannes var þreyttur í morgun. Ég ætlaði ekki að geta vakið hann.  Venjulega þarf ekkert að vekja hann, bæði vegna þess að hann vaknar sjálfur og líka vegna þess að, að öllu jöfnu rölta systkini hans í skólann sjálf.  En akkúrat í morgun var ég búin að lofa Jóni Ingva að fara með honum.  Hann var að byrja í skólasundi í dag, og ég ætlaði að tala við kennarann hans í samb. við eyrnatappa og sundhettu - biðja um að hann fengi aðstoð við þetta.  Einar var á næturvakt og var ekki kominn heim þannig að Jóhannes varð að vakna.  Það endaði með að ég tók Jóhannes korter í 8, klæddi hann, burstaði tennurnar hans og svo fórum við út.  Hann var varla vaknaður greyið, en tók þessu með jafnaðargeði. Hins vegar var hann orðinn alvarlega svangur þegar við komum í leikskólann 20 mín seinna...enda vanur að vakna með þessum orðum; "Ég er svangur, ég vil fá morgunmat".  

Einar kom svo heim um leið og ég.  Og nú sefur þessi elska en hann er að fara á kvöldvakt...svo er hann kominn í frí... sem var hugsað sem byggingaframkvæmdafrí...en það er ekki byrjað að gera neitt enn...gröfukarlinn getur byrjað 7. maí...!!

En nú er sem sagt komið að lærdómi, helgarfríinu lokið...búin að tala við Annemarie og við búnar að "aftale" hvað við ætlum að vinna með í dag.

Eigiði góðan dag, það hef ég hugsað mér að gera Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband