22.4.2007 | 21:34
Heimsókn
Við fengum óvænta, en skemmtilega heimsókn í dag. Hemmi og fjölskylda kíktu í kaffi. Skyndihugdetta hjá þeim og við nutum góðs af. Alltaf gaman að fá góða gesti.
Einar var að vinna í dag, hann fór svo að sofa um hálf 7 þar sem hann er að fara að vinna í nótt. Það var voða ljúft að sitja með honum yfir kaffibolla og spjalla við gestina okkar. Mér finnst svo gott að vera nálægt honum...sem betur fer þar sem ég er gift honum og við höfum hugsað okkur að vera gift í ansi mörg ár í viðbót
Mér finnst svo yndisleg tilfinning að vera með manninum sem ég elska, manninum sem ég er búin að ganga í gegnum súrt og sætt með, aðallega sætt síðustu árin, og finna að ég elska hann alltaf meira og meira. Ég er ekki á leiðinni neitt annað því ég er HEIMA þegar ég er með honum. Alveg sama hvar við erum. Það er sagt; *heima er þar sem hjartað er* og það er sannleikur, amk. fyrir mig.
Við erum búin að vera saman í rúm 10 ár, og fyrstu árin voru ekki eintóm hamingja...síður en svo. Það væri nær að segja að það hafi verið nánast eintóm óhamingja. Það gekk á ýmsu, sem ég ætla ekkert að fara nánar út í hérna. En við fundum leiðina að hamingjunni - saman. Fyrir það er ég svo óendanlega þakklát.
Að elska einhvern meira og meira sem dagarnir, mánuðirnir og árin líða, það er gjöf, gjöf frá einhverju mér æðra. Ég reyni eftir bestu getu að hlúa vel að þessari gjöf sem ég hef fengið - ástinni og hamingjunni - og hef hugsað mér að gera það áfram.
Viljirðu þiggja mikið,
þú mikið gefa skalt.
Fáirðu að gjöf heilt hjarta,
þá gefðu líf þitt allt.
Friedrich Rückert
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fallegt
Hrönn Sigurðardóttir, 22.4.2007 kl. 21:52
Æðislegt að heyra þetta, svona nákvæmlega líður mér og á hverju kvöldi þakka ég fyrir einn daginn enn með ástinni minni. Við erum bráðum búin að vera saman í 14 ár.
Ásdís Sigurðardóttir, 22.4.2007 kl. 22:43
Já, lífið er ljúft. Ég einmitt þakka fyrir þetta á hverju kvöldi, og það er svo yndislegt að t.d. í gær þá svaf eldri strákurinn inni hjá stóru systir sinni og hún ætlaði að biðja bænirnar með honum. En það vildi hann ekki, því "hún kann ekki vísuna sem þú segir alltaf mamma". Og það er bænin þar sem við þökkum fyrir lífið, hvert annað og allt sem við erum svo lánsöm að hafa í lífinu
SigrúnSveitó, 23.4.2007 kl. 07:38
Dásamlegt :)
jóna björg (IP-tala skráð) 23.4.2007 kl. 12:39
Já, sannarlega dásamlegt. Hvers meira er hægt að óska sér?
Að allt öðru. Birna sagði í gær að þegar hún fengi eitthvað flipp yfir plássleysi þá hugaði hún til þín, Jóna og þá hætti hún að vorkenna sér yfir litlu plássi
SigrúnSveitó, 23.4.2007 kl. 12:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.