Leita í fréttum mbl.is

Dagurinn í gær...

...var yndislegur.  Við tókum daginn snemma, keyrðum í borgina upp úr 9 og fórum til Lilju sys. og co. Strákarnir voru búnir að bíða í ofvæni...bæði mínir gaurar og hennar.  Liljupjakkar voru búnir að ákveða að fara með frændur sína í Ævintýralandið í Kringlunni, sem þeir og gerðu. Þar skemmtu þeir frændur sér í klukkutíma og höfðu mikla ánægju af...voru allir rennsveittir eftir hamaganginn þegar við sóttum þá. 

Pabbi bættist svo í hópinn og skömmu síðar Erla sys. sem sína unga.  Við áttum frábæran dag. 

Við vorum svo komin heim að ganga 7 og þá var Einar líka kominn heim úr vinnunni.  Við skelltum í dýrindiskvöldmat...ætluðum að grilla en afþví að ég kom svo seint heim þá ákváðum við að sleppa því...vorum of svöng til að bíða eftir bökuðum kartöflum í meira en klukkutíma...!!  Kannski bara í kvöld...eða annan dag.  

Þetta er vinnuhelgi hjá Einari, hann byrjaði aðfaranótt föstudags og er svo að vinna, sofa, éta...fram á miðvikudag...held ég.  Hann ætlar að taka svona vinnutarnir til að ná nokkrum samliggjandi frídögum á milli...fyrir húsbyggingar.  Það nýjasta í húsbyggingarmálunum er að það verður líklega byrjað að grafa 7. maí...sem er náttúrlega alltof seint að hans mati þar sem hann hafði reiknað með að vera byrjaður í lok feb. eða byrjun mars.  En svona er þetta, við erum alltaf að læra eitthvað nýtt.  En það er spenningur í öllum að byrja.  Þó við njótum þess að sjá hann meira en við eigum svo von á að gera þegar hann verður byrjaður að byggja...en það er ekki hægt að fá allt...ekki í einu amk. Smile

Jæja, er að spá í að leggjast aftur upp í rúmið mitt góða og lesa smá (sko námstengt!!!).

Gangið á vegum Æðri Máttar og megi Mátturinn ávallt vera með ykkur!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: SigrúnSveitó

Takk sömuleiðis

SigrúnSveitó, 22.4.2007 kl. 10:12

2 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

Í dag er dagur Jarðar ! Til hamingju með það, Ljós og friður til Jarðainnar og Þín Steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 22.4.2007 kl. 11:56

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Arna stal frasanum mínum og ég segi bara meg almættið vernda þig.

Ásdís Sigurðardóttir, 22.4.2007 kl. 13:03

4 identicon

ohhh hljómar dásamlega þessi fjölskyldudagur hjá ykkur í gær :)  Einmitt búinn að vera þannig dagur hjá okkur í dag :)

ragnhildur frænka (IP-tala skráð) 22.4.2007 kl. 19:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband