Leita í fréttum mbl.is

Úthlíð og fallega landið *okkar*

Fórum í Úthlíð í dag þar sem tengdamúttan mín er í bústað.  Ólöf Ósk fór með ömmu sinni þangað í gær og við æddum svo af stað í morgun...eftir að hafa borðað vel af morgunmat til að þurfa örugglega ekki að stoppa á leiðinni til að kaupa í gogginn!!  

Við keyrðum Þingvallaleiðina og ég hef eiginlega bara eitt að segja: VÁ!!!  En svo ég bæti samt smá við: VÁ hvað landið *okkar* er FALLEGT!!!  Ég man vel eftir því hvenær ég kom á Þingvelli síðast, það var sumarið 1998.  Stuttu eftir að ég flutti heim frá Danmörku...ósátt við að vera hér en ekki þar og þess vegna með annan fótinn á leiðinni til Danmerkur aftur...og mér fannst Ísland GRÁTT OG LJÓTT!!! 

Ég hef síðan komist að þessu: Ísland ER fallegt.  Danmörk er falleg.  Hins vegar fór ég ekki að taka eftir fegurðinni í kringum mig fyrr en ég var komin í andlegt ástand til að geta verið sátt og ánægð, séð fegurð í sjálfri mér og verið sátt HVAR SEM ÉG ER!!!  Það er ekki utanaðkomandi aðstæður sem gera hlutina fallega eða ljóta, heldur er það hausinn á mér.  Mitt andlega ástand stjórnar þar miklu um, eiginlega bara öllu.

Já, sem sagt, við keyrðum fyrst á Þingvelli og það var yndislegur bíltúr.  Veðrið dásamlegt, sólinJóhannes dolfallinn yfir suðurfjallinu skein og það sást LANGT.  Jóhannes var yfir sig hrifinn af öllum fjöllunum.  Hann spáir mikið í fjöllin og skilgreinir þau: grasfjöll, steinfjöll, snjófjöll og svo framvegis.  Hann fær alltaf löngun til að labba upp í fjall ef það er grasfjall.  Magnað.  Ég á mynd af honum þar sem hann stendur í stofunni heima á Ormsstöðum og horfir yfir í suðurfjallið...alveg dolfallinn.  Myndin er tekin ca 3 vikum eftir að við fluttum heim frá Danmörku s.l. sumar.  Heyrðu, hún er hér: 

Jæja, við vorum amk mætt í bústaðinn rétt að verða eitt og þar beið hádegismaturinn eftir okkur...og það var ekkert slor...neibb, það var léttreyktur lambahryggur með tilheyrandi.  Ekkert smá gott.

Svo skelltum við okkur í pottinn.  Það var NICE!!!  

Krakkarnir voru ansi lengi í pottinum og nutu lífsins.  Við hin sátum og drukkum kaffi og spjölluðum, sem var líka yndislegt.  Það er svo gaman að tala við tengdamúttuna mína, hún er svo skemmtileg og yndisleg persóna.  Ég er lánsöm að hafa hana í lífi mínu.

fjallaferðÁtinu var ekki lokið...því svo var skellt í pönnsur.  Nammi namm.  Svo var spjallað meira og krakkarnir fóru út að leika.  Þau fóru m.a. í *fjallgöngu* rétt við bústaðinn eins og sjá má á myndinni.

Svo keyrðum við aftur heim um hálf sjö...sem sagt tiltölulega nýkomin heim, en þetta er um 2ja tíma akstur fyrir okkur.   

Þetta var sem sagt Sumardagurinn fyrsti fyrir okkur hér.  

Það er langt síðan við síðast upplifðum Sumardaginn fyrsta á Íslandi...en við fluttum til Danmerkur á síðasta vetrardag 1997 (23. apríl).  Svo já, við upplifðum síðast Sumardaginn fyrsta á Íslandi árið 1996!!  

Ljós og kærleikur til ykkar allra í netheimi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: SigrúnSveitó

Já, þetta var sko alger sæla.  Ekkert betra en fjölskyldudagur.

SigrúnSveitó, 20.4.2007 kl. 18:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband