Leita í fréttum mbl.is

Gleðilegt sumar

Fluvan mín fríð spurði frétta!!nýja rúmið okkar

 

Jamm, litlar fréttir héðan.  Hins vegar get ég sagt ykkur að við erum ægilega ánægð með nýja rúmið InLove Alger himnasæla að vakna laus við verki hér og þar, og úthvíld.  Svo er náttúrlega líka snilldin að það er rafmagn svo ég hef líka setið á daginn við að lesa þegar ég hef verið orðin þreytt í hnakkanum að hanga hokin við borðið!!

Annars er bjartur og fagur dagur framundan, að öllu leiti.  Sólin skín, og það er frábært.  Lífið er eintóm hamingja og það er bara yndislegt.  Við ætlum að eyða deginum saman, fjölskyldan og njóta Sumardagsins fyrsta með öllu sem hann hefur upp á að bjóða.  

Svo er mín kæra systir Lilja í nágrenninu og við ætlum að hitta hana og fjölskylduna á morgun eða hinn.  Hlakka mikið til.  Knúsa þau öll...og Lilju í bak og fyrir og strjúka bumbuna hennar Heart þar sem litla frænkukrílið liggur og nýtur lífsins.

Ljós og gleði til ykkar allra í bloggheimum með ósk um góðan dag til allra. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"litla frænkukrílið" ????

Elín Eir (IP-tala skráð) 19.4.2007 kl. 12:34

2 Smámynd: Hugarfluga

Ji, snilldarrúm og gott að þið hafið það svona ljómandi fínt! Gleðilegt sumar, kjellingin mín.

Hugarfluga, 19.4.2007 kl. 18:16

3 identicon

 Gleðilegt sumar 

 Rúna "Valkyrja"

Rúna (IP-tala skráð) 19.4.2007 kl. 18:40

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sofið vel í sumar og gleðilegt sumar 

Ásdís Sigurðardóttir, 19.4.2007 kl. 20:57

5 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

ég á svona rúm, algert æði, eini gallinn er að það er svo erfitt að gista annarsstaðar, því þá saknar maður rúmsins síns.

ljós til þín

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 19.4.2007 kl. 21:09

6 Smámynd: SigrúnSveitó

HAHA, já best að byrja bara á byrjuninni:

Elín: "Frænkukrílið"...ég er ekki að meina að það sé stelpa!  Heldur þetta: ég er frænka = *mitt* kríli!!!

Og þið hinar: Rúmið er ÆÐI og ég mun pottþétt sofa vel í sumar...nema eins og þú segir Steina, þegar ég sef annarsstaðar...sem verða einhverjar nætur í sumar...

Ljós til ykkar allra, fallegu konur. 

SigrúnSveitó, 19.4.2007 kl. 21:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband