15.4.2007 | 23:05
Frábær dagur
Áttum yndislegan dag. Hittum fullt af fólki í morgun, og það var frábært. Svo brunuðum við á Selfoss í afmæli. Algert æði. Yndislegt að hitta fjölskylduna og eiga með þeim svona part úr degi.
Á leiðinni heim sýndi pabbi mér húsið sem við áttum heima í, á Selfossi þegar ég var ca 2-3ja ára. Ég veit amk að við fluttum á Neskaupstað í janúar 1974, en þá var ég 3ja ára síðan í nóvember. Ótrúlegt en satt þá man ég eftir einu atviki frá tímanum á Selfossi...en það var þegar þyrla lenti rétt hjá, eða við löggustöðina. En þetta er líka eina minningin mín þaðan.
Jæja, við fórum svo og hittum nokkra vini í viðbót í höfuðborginni og áttum saman frábæra stund. Borðuðum góðan mat og spjölluðum. Pabbi passaði krakkana á meðan og svo var brunað heim og ungarnir okkar fóru beint í bælin sín. Þreytt en lukkuleg með daginn.
Og nú ætla ég að skríða alein upp í rúm...síðasta nóttin í gamla rúminu...!!! Ég er spennt að vita hvernig mér gengur að hita upp sængina...þessa nýju stóru...hún er 200x220 cm... Ég hef alltaf verið slök í að hita upp sængina mína. Ég man, þegar við vorum krakkar, að Lilja sys. átti það til að liggja með mína sæng og hita hana og láta mig svo fá hana. Og María sys. átti það líka til að setja sængina mína á ofninn til að hita hana og á meðan hún hitnaði smurði hún bakið á mér með hitakremi. Ef þetta er ekki kærleikur þá veit ég ekki hvað er kærleikur.
Uppspretta kærleikans er í dýpstu fylgsnum vorum og við getum hjálpað öðrum að njóta hans. Eitt orð, ein gjörð eða ein hugsun getur dregið úr þjáningum manns og fært honum fögnuð. Kærleikur er val, hvorki einfalt eða nauðsynlegt, heldur fremur vilji til að vera í nánd annarra án tilgerðar eða fláttskapar.
( CARTER HAYWARD )
Annað sem mig langar að segja ykkur er að hann bróðir minn er veikur.
Þegar hann var ca 5 ára veiktist hann illa af garnaflækju, sem má líklega rekja til fæðingargalla. Hann fékk aftur garnaflækju sem unglingur.
Í nótt veiktist hann aftur, upplifði miklar kvalir. Hann var fluttur á sjúkrahús í næsta bæ, og í dag var hann svo fluttur á fjórðungssjúkrahúsið þar sem hann átti að fara í sneiðmyndatöku.
Mig langar til að biðja ykkur að senda fallegar hugsanir og ljós út í universið.
Brói minn verður sannarlega í bænum mínum, og ég vona innilega að honum batni sem fyrst.
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk
SigrúnSveitó, 15.4.2007 kl. 23:15
Alveg sérstakar batakveðjur og góður hugur til bróður þíns!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 16.4.2007 kl. 00:05
yndisleg færsla, gledi og sorg, eins og lífid er. ég sendi gunnari ljós , og ykkur sem standa honum nálægt.
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 16.4.2007 kl. 08:15
Takk, girls
SigrúnSveitó, 16.4.2007 kl. 08:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.