Leita í fréttum mbl.is

Föstudagur í dag...

...ok, stutt vika að baki en hún hefur FLOGIÐ áfram!  Það sem ég hugsa mest um þessa dagana er lokaverkefnið okkar...og hvað tíminn flýgur.  En við erum að lesa helling, skrifa smá og svo að bíða eftir að bókin "Øjet og kaldet" skrifuð af hinni norsku Kari Martinsen berist okkur.  Mín var keypt í Køben í gær og verður send í dag eða á morgun.  Þannig að ég hef hana fljótlega og þá er hægt að fara að lesa hana líka.  Ég fékk smá tremma fyrr í vikunni þegar ég áttaði mig á að það eru BARA 8 vinnuvikur eftir fram að þeim degi sem við eigum að skila verkefninu...7 núna þar sem þessi vika er búin.  En þá fór ég að hugsa til baka til þess tíma þegar við síðast skrifuðum svipað verkefni, þá skiluðum við 21. des.  8 vikur fyrir þann tíma, já þá erum við í október og þá vorum við ekki komnar langt á veg með verkefnið.  Svo við höfum í raun nógan tíma.  Við erum heldur ekki bara að bora í nefið!!  Svo ég er öllu rólegri.  Enda þýðir ekkert annað.  Best að taka einn dag í einu í þessu, eins og öllu öðru.  Það hefur löngum komið sér best fyrir mig. 

En það sem ég ætlaði að segja var, ég fékk tölvupóst áðan með viðhengi sem ég er búin að tengja hér að neðan.  Veit ekki meir um þetta en vildi bara benda ykkur á þetta.

Bless í bili. 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Friday the 13th múuuha, og Dúa hætt að blogga, trúi þessu bara ekki. Er núna að hlusta á Össur í hádegisviðtalinu, maðurinn er bara ekki tengdur, hann lifir í limbó, oooooo nú er hann að byrja tala um okkur öryrkjana og gamla fólkið, hann dregur okkur alltaf upp á borðið rétt fyrir kosningar. Sorry ætlaði ekki að frá útrás á þinni síðu, en gangi þér vel í náminu dúllan mín, höldum áfram að pressa í sameiningu á að laun ykkar hækki og hækki og hækki

Ásdís Sigurðardóttir, 13.4.2007 kl. 12:30

2 identicon

Þetta er sniðugur gjörningur, vildi ég gæti farið.

jóna björg (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 12:57

3 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

gangi þér vel með námið, og njóttu föstudagskvöldsins.

gat því miður ekki opnað viðhengið, veit ekki hvers vegna.

ljós til þín

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 13.4.2007 kl. 14:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband