Leita í fréttum mbl.is

Lærð hegðun...

...eða hvað heitir það aftur þegar það eru tengsl milli hegðunar og refsingar...og allar þessar tilraunir með t.d. apa, þar sem apinn fær mat hjá hörðu, köldu víra-"mömmu" og svo getur kúrt hjá mjúku, hlýju "mömmu".  Og þar sem dýrið fær rafmagn við að gera eitthvað...eða umbun fyrir eitthvað annað.

Spurning hvort það virki á mig líka!!!, eða hvort ég sé vonlaust *keis*...Shocking

Trúi reyndar á mátt bænar og hugleiðslu í flestum málum, svo ætli það virki ekki betur á sykurfíknina en rafstuð?!!!ég nýklippt

nýklippt (og feit...)Skrapp í klippingu áðan.  Fór síðast í klippingu í júní á síðasta ári...svo hárið á mér var orðið þannig að ég gat varla greitt það...þvilíkt slitnir endar...svo það var tekinn hellingur af því!

Og ég sé VEL á þessum myndum hvað ég fitnaði á þessu tæpl. 3ja mánaða sykursukki mínu...nú er það sko búið...amk. í dag...einn dag í einu og ekkert bull!!

Fór með Jón Ingva til augnlæknis í morgun, það er ekkert að sjóninni í honum, örlítið fjarsýnn en innan eðlilegra marka og örlítil sjónskekkja en einnig innan eðlilegra marka.  Svo hann sér eins og örn, sagði hún.  Þannig að nú getur Ólöf Ósk pakkað saman öllum staðhæfingum um að drengurinn sé blindur! Grin Ég var að segja við Jón Ingva að ef hann t.d. horfi bara aðeins til hliðar við það sem Ólöf Ósk (eða einhver annar bendir á) þá sé mjög eðlilegt að hann sjái það ekki.  Nú hefur hann orð sérfræðings um að hann sér VEL!!  Reyndar sér hann ekki sérlega vel akkúrat núna...því hann fékk einhverja dropa í augun hjá augnlækninum sem setja allt úr fókus í nokkra tíma.  Svo hann græddi og fékk að koma heim aftur í stað þess að fara í skólann!  Núna situr hann inni í herbergi og horfir á "Min søsters børn" og er alveg upp í sjónvarpinu til að sjá.  Ooohhh, hvað ég man eftir þessum dropum, fékk þá 2svar á ári í nokkur ár sem barn.  En nóg um það.

Nú er ég farin að læra!! 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað mig vantar að komast í klippingu og litun, það er álíka langt síðan ég fór, það hefur aldrei liðið svona langt á milli. Jóna klippti mig þegar við vorum á fróni í ágúst og þá var ég komin með góða rót. En þar sem ég var ólétt vildi ég ekki  eitra fyrir barninu mínu og lét mig hafa það að vera ótilhöfð. 

Panntaði tíma hjá Ævari síðasta miðvikud. en þokan er svo mikil í höfðinu á mér að ég mundi eftir því 2 tímum eftir tíman, hrökk þá í kút, svo hér sit ég með slitna oof aflitaða enda, ekki par hugguleg

Man líka eftir þessum dropum, fast voða sport að prófa að vera blind!?! Veistu hvað þeir eiga að gera? Hef nebbla ekki hugmynd.

jóna björg (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 13:15

2 identicon

Í JÚNÍ Á SÍÐASTA ÁRI!!!?? Jeminn eini... en þú ert svaka fín og sæt með nýja hárið

Úrsúla Manda (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 13:32

3 Smámynd: SigrúnSveitó

Droparnir gera eitthvað held ég með að útvíkka eitthvað svo betur sé hægt að sjá eitthvað...sem ég veit ekki alveg hvað er...!

Já, Úrsúla, JÚNÍ!!  Takk :) 

SigrúnSveitó, 12.4.2007 kl. 13:48

4 identicon

Hvernig væri nú að fá mynd af þér nýklipptri :)

jóna (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 16:00

5 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

þú ert voða fín með hárið. muna að fokusera á það sem er gott ekki á hitt. en að elska hitt, jafnt og þetta. þú ert barn Guðs, og þess virði að vera elskuð af þér og hinum.

ljós í hjartað þitt frá þér til þín og frá mér.

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 12.4.2007 kl. 16:43

6 Smámynd: SigrúnSveitó

SKO, Jóna...þetta ERU myndir af mér nýklipptri!!  Ég var sko komin með hár niður á mitt bak!!

Takk, elsku Steina.  Ljós til þín frá mér líka

SigrúnSveitó, 12.4.2007 kl. 17:43

7 Smámynd: SigrúnSveitó

Takk Já, amk fyrir fermingu!!

SigrúnSveitó, 12.4.2007 kl. 20:31

8 Smámynd: SigrúnSveitó

Takk DD.  Vona að þér batni fljótt, sæta.

SigrúnSveitó, 12.4.2007 kl. 22:57

9 identicon

Ó, en neiðarlegt ég man alltaf eftir þér með þessa sídd, tók ekki eftir að það hafði verið svona sítt þegar við sáumst síðast eða e-ð athugavert við hárið á þér yfirhöfuð. Þú ert bara alltaf sæt og fín sæta mín.

knús 

jóna björg (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 12:44

10 Smámynd: SigrúnSveitó

híhí!!  Bara allt í góðu, mín kæra.  Ég var pottþétt með hárið í klemmu þar sem það var orðið of lufsulegt og flækt til að það fengi að hanga laust...  

SigrúnSveitó, 13.4.2007 kl. 16:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband