Leita í fréttum mbl.is

Tengdó...

..benti mér á þennan pistil sem mér finnst mjög athyglisverður og skemmtilegur.

Og þar sem ég kem úr svona samansettri fjölskyldu með al-hálf-stjúp-systkini þá hafði ég mjög gaman að.  En málið er að systkini mín eru systkini mín, ég er ekki vön að skilgreina þau öðruvísi.  Eins og Sigmar skrifar; Blóðbönd er ekki skilyrði fyrir væntumþykju.  Og þannig er það, amk í mínu tilviki. 

Svo er ég líka svo rík að hafa fengið bónusdóttir með í för þegar ég kynntist manninum mínum.  Og mér finnst yndislegt að horfa upp á börnin okkar þrjú sem búa hérna heima og hafa alist upp saman frá fæðingu, þau tala aldrei um hana sem hálf-systir sína, nei, hún er SYSTIR þeirra, jafn mikið og þau eru systkin.  Og þau sakna hennar hræðilega mikið...hún er að verða 16 ára og hefur því miður ekki þann tima fyrir okkur sem við gætum vel hugsað okkur...en okkar tími mun koma!!! Whistling

Sendi ljós og kærleika út í nóttina Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband