Leita í fréttum mbl.is

2. í vöfflum

vöfflurÍ gær kom Jón Ingvi til mín og sagði; "Þú sagðir að við ætluðum að hafa skemmtilegan dag, hvað eigum við að gera?"  Ég hafði nú ekki meint að við ætluðum að fara að gera einhvern helling, heldur bara njóta páskanna og hafa það náðugt öll saman hérna heima.  En það þótti mínum manni ekki sérlega skemmtilegt.  Svo ég spurði hann hvort hann vildi kannski baka vöfflur.  Já, hann var sannarlega til í það.

EN það var ekki til rjómi til að þeyta...svo þetta voru rjómalausar vöfflur...og ef rjómann vantar þá vantar mikið.

Í dag áttum við svo von á gestum.  Pabbi, Elín sys. og fjölskylda voru á leiðinni úr Borgarnesi og ætluðu að koma við.  Svo við versluðum rjóma og svo bakaði Jón Ingvi aftur vöfflur.  

Svo við erum al-sæl, búin að fá vöfflur tvo daga í röð!!!Ég, pabbi og systkini mín (pabba megin)

Það var yndislegt að fá fjölskylduna í heimsókn.  Sjáumst alltof sjaldan, þótt við höfum nú sést tvær helgar í röð (ég og Elín) og sjáumst aftur eftir viku!!   

Hérna er mynd af okkur systkinunum og pabba "gamla", tekin haustið 2005. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

það er gott að eiga góða fjölskyldu ! og Vini !

Ljós til þín sveitamær.

Steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 9.4.2007 kl. 16:21

2 Smámynd: SigrúnSveitó

Takk sömuleiðis, Steina.

SigrúnSveitó, 9.4.2007 kl. 16:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband