Leita í fréttum mbl.is

Ragnar Björnsson

Mér sýnist á öllu að rúm frá Ragnari Björnssyni sé málið.  Amk. ætlum við að skoða það.  Og þaðdraumarúm fljótlega.  Þá er bara spurningin hvar Ragnar Björnsson er til húsa...en við hljótum að finna hann...!!

Ég hugsaði með mér þegar ég vaknaði ÞREYTT í morgun að það væri kannski út af þessu lúna rúmi okkar sem ég vakna alltaf þreytt.  Ekki ólíklegt.  Í nótt svaf Jóhannes reyndar hjá mér en ég fékk nóg pláss, enda vorum við bara tvö í þessum 180 cm.  EN samt vaknaði ég aum í baki og þreytt.  

Ég er sem sagt komin með nýja þráhyggju og hún hljómar svona: NÝTT RÚM, NÝTT RÚM, NÝTT RÚM!!!  

Kannski læknast bara allir mínir kvillar ef ég fæ nýtt rúm...!!! LoL Sykurþráhyggjan og alt...hehehe...nei, ætli það.

heksAnnars er ég alvarlega að spá í að fara á Selfoss einhverdaginn og heimsækja galdrakonu sem þar ku búa...hún getur kannski flýtt fyrir bata með hnéð...það má amk reyna!!  Ætti ekki að saka að prófa það...

Jæja, ætla að reyna að lesa eitt stykki rannsóknargrein á ensku...er ansi ryðguð í enskunni eftir árin í Danmörku...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við Sindri högum líka talað um þetta, ég vakna oft algerlega skrambúleruð í líkamanum, enda er okkar rúm í stíl við ykkar og jafn gamalt. En þau duga greinilega ekki lengur. Amma var að henda sínu 30 ára gamla rúmmi, hugsa sér að vera í sama rúmminu í 30 ár. Kannski verður ykkar næsta með svona góða endingu

jóna björg (IP-tala skráð) 9.4.2007 kl. 11:35

2 Smámynd: SigrúnSveitó

Já, er það ekki?!!  Mig minnti einmitt að þú hafir verið að spyrja mig út í okkar rúm í fyrra...dældir og svona eftir misþunga rassa...

Annars heyrði ég einhverntímann að það væri þumalputtaregla að maður þurfi að skipta um rúm á 10 ára fresti... 

SigrúnSveitó, 9.4.2007 kl. 12:22

3 identicon

Hæhæ og gleðilega páska.

RB- rúm er í Hafnarfirðinum. Verð aðeins að tjá mig um rúmin Við sofum í RB rúmi hérna í sveitinni og finnst mér það alveg fínt. Heimir er hinsvegar ekki hrifinn. Við keyptum okkur rúm hjá Svefn og heilsu árið 2005, svona IQCare dýnu og guð almáttugur, það  er ÆÐI!! Við finnum hvorugt fyrir einu eða neinu í bakinu eftir að við fengum það. Endilega skoðaðu það líka. 

Kveðja úr sólinni í Neskaupstað

Úrsúla Manda (IP-tala skráð) 9.4.2007 kl. 13:13

4 identicon

Eftir að ég komst á fullorðinsaldurinn hef ég sofið í RB rúmi og finnst það best í heimi :)  Eru líka á skaplegu verði og þau hanna nákvæmlega eftir þínu máli sem er mjög praktíst ef maður þarf nýja dýnur í rúm sem er til fyrir.  Og að sjálfsögðu eru þeir til húsa í Hafnarfirði eins og margt annað sem gott er :D

ragnhildur frænka (IP-tala skráð) 9.4.2007 kl. 13:31

5 Smámynd: SigrúnSveitó

Takk stelpur!

RB...í Hafnarfirði já, en hvar í Hafnarfirði? 

SigrúnSveitó, 9.4.2007 kl. 15:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband