Leita í fréttum mbl.is

Ótti

Veit ekki hvers vegna ég fór að hugsa um ótta áðan.  Þegar ég var að ganga frá eftir kvöldmatinn þá fór ég allt í einu að hugsa um hvernig mér leið þegar ég var í skóla sem barn, en þó sérstaklega síðustu 3 bekki grunnskólans.  

Frá 1. til og með 6. bekk var í afar vernduðu skólaumhverfi, ég var í litlum sveitaskóla  þar sem við vorum á bilinu 8-10 börn á aldrinum 6-12 ára.  Þar leið mér vel.   En þegar að 7. bekk kom þá var ekki um annað að ræða en fara út í *gaggó*, eins og skólinn ávallt var kallaður. 

Það voru mikil viðbrigði að koma allt í einu í bekk með 30 jafnöldrum...fyrir utan alla hina í skólanum, en þarna var einnig til húsa verkmenntaskóli staðarins.  Svo það var MIKIÐ af fólki...!!  Og fyrir mig, litlu mús, var þetta hreinasta helvíti svo ekki sé meira sagt.

Mér var strítt, af nokkrum í bekknum, þar sem ég kom úr sveitinni...ég var alltaf kölluð sveitó...  Ég var hrædd, ég var hræðilega feimin, ég roðnaði ef það var yrt á mig, ég var með magapínu alla þessa þrjá vetur upp á dag.  Ég var svo hrædd um að kennarinn myndi spyrja mig um eitthvað...það var pína þegar það gerðist.  Ég mætti ALDREI of seint, hvað þá að ég skrópaði...og það var EKKI af því að ég væri svo mikill engill, nei, það var einfaldlega vegna þess að ég þorði ekki að láta á mér bera...og vera svo kannski spurð afhverju ég hafi ekki mætt eða komið of seint...!!  

Á miðvikudögum í 7. bekk man ég að ég fór oft heim til vinkonu mömmu og borðaði í hádeginu.  Þá fékk ég alltaf far með manninum hennar í skólann eftir hádegið þegar hann fór í vinnuna.  Ég var alltaf á tauginni yfir að nú kæmi ég kannski of seint...því ég hafði ekki stjórn á aðstæðum þegar ég fékk far með öðrum!!  Ekki gat ég rekið á eftir honum...

Ég fékk svaka hrós m.a. frá prestinum sem fermdi mig, því ég mætti ALLTAF í tíma og ALLTAF í kirkju þegar við áttum að gera það.  Ég var líka alltaf búin að lesa...úff, ef ég hefði verið ólesin og verið spurð og ekki getað svarað!!!  Fyrir þetta var litlu systir minni, sem er tveimur árum yngri en ég, meinilla við mig þegar hún kom í 7. bekk...því hún tók öðruvísi á þessum viðbrigðum...hún kom í grimman bekk og það var annað hvort að éta eða vera étinn!  Svo hún varð töffari, reif kjaft, skrópaði, mætti seint...líka hjá prestinum... Ég man að einu sinni sagði presturinn eitthvað á þá leið; "Afhverju geturðu ekki verið meira eins og systir þín" og syssan mín sagði við mig með miklum kulda í röddinni; "Afhverju þurftirðu að vera svona fullkomin?!!!".  

Já, afhverju?  

Svarið er einfalt: ÓTTI!!!  

Ég var lítil og hrædd.  Ég var alltaf með illt í maganum og ógleði.  Ég get enn fundið þessa hræðilegu vanlíðan og óhamingju.

Svona fór ég út í lífið.  Skíthrædd, en þegar ég varð eldri fór ég að vera öðruvísi...ég t.d. féll í 2 fögum af 4, 2. árið mitt í framhaldi...því ég mætti illa og lærði aldrei heima.  Ég var alltaf að vinna eða rúnta eða bara gera eitthvað allt annað en sinna skólanum. 
Mér leið ekkert betur inn í mér, en sýndi bara allt aðra hlið út á við. 

Í mörg ár var mér stýrt af þessum ótta.  Ég þorði ekki hinu og þessu, ég þorði ekki að klára framhaldsskóla því hvað þá?  Háskólinn?  Jeh, right!!  Ég var of vitlaus fyrir háskólann!!!  Lúser!  Svo mikið vissi ég!!!  En mig langaði alltaf að klára framhaldsskóla svo ég hefði möguleika á að mennta mig...svo ég byrjaði oft í skóla...en meikaði aldrei meira en eina önn...í mesta lagi!  

Ég var áfram óhamingjusöm...drakk mikið...alltaf í *ástarsorg*...eða ég hélt það...ég vissi ekki hvað var að elska.  Ég laðaðist bara að mönnum sem fóru illa við mig og vildu mig ekki.  Ef ég kynntist góðum strákum þá var ég fljót  að forða mér...!!!

Ég var heppin.  Ég kynntist ýmsu sem varð til þess að ég gat unnið mig út úr fortíðinni, því sem ég upplifði sem barn og var eflaust stór ástæða fyrir óttanum.  Óttinn hvarf að mestu úr lífi mínu.  Ég get skrifað langa romsu um hvað ég gerði, afhverju og svo framvegis og kannski kemur það í annari færslu annan dag.

Bottom line er að í dag er ég glöð, hamingjusöm og frjáls.  Óttinn stjórnar ekki lífi mínu í dag.  Og hugsið ykkur, eftir 2½ mánuð er ég að útskrifast úr HÁSKÓLANÁMI!!! S.l. sumar, þegar við fluttum heim frá Danmörku, fór ég út í Háskóla Íslands til að skrá mig inn þar, þar sem ég var skiptinemi þar s.l. haust.  HÁSKÓLI ÍSLANDS!!! Vá, þessu átti ég sko ekki von á.  Geggjað.  Allt vegna þess að núna stjórnar eitthvað annað en óttinn.  

GEGGJAÐ!!!  STÓRKOSTLEGT!!!  Vá, hvað ég er þakklát.  Þakklát fyrir það sem ég hef fengið.  Þakklát fyrir alla vanlíðanina sem ég gekk í gegnum, því hún kom mér sannarlega á þann stað sem ég er í dag.   

Ég elska lífið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hugarfluga

Ég fékk alveg í hjartað! Elsku kellingin mín, það er margt sem á okkur er lagt. Ég hef svo mikla og stóra sögu að segja, en læt það vera í bloggheimum, enda "nafnlaus" að hluta. Takk fyrir að deila óttanum með okkur og kudos fyrir að hafa yfirstigið hann og orðið þessi frábæra manneskja sem ég finn að þú ert í dag. Massa faðm frá mér! Þín, Hugarfluva.

Hugarfluga, 8.4.2007 kl. 22:28

2 Smámynd: SigrúnSveitó

takk, fluvan mín

SigrúnSveitó, 8.4.2007 kl. 22:38

3 Smámynd: SigrúnSveitó

Tilhamingju! Frábært.

Ég segi það OG skrifa það, ég bý vel að því reynslunni og ótta dauðans, það gerir mig að því sem ég er í dag og það er bara frábært!!

Knús... 

SigrúnSveitó, 9.4.2007 kl. 08:56

4 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Til hamingju með lífið... enda ekkert sjálfgefið á því heimilinu.

Þorsteinn Gunnarsson, 9.4.2007 kl. 17:04

5 Smámynd: SigrúnSveitó

Takk

SigrúnSveitó, 9.4.2007 kl. 19:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband