8.4.2007 | 14:20
Undanþága veitt
Við leyfðum Jóni Ingva að fara út að leika, þrátt fyrir að aðeins 5 - ekki 7 - dagar séu liðnir frá nefkirtlatökunni. Við bara gátum ekki neitað honum að fara út í dag. Veðrið mjög gott, hlýtt og ljúft. Svo var líka sykurinn sem búið er að borða í dag farinn að segja til sín...þau voru öll þrjú frekar hátt uppi...
Ég og Einar réðumst í herbergi strákanna á meðan, tókum til þar...ekki veitti af. Svo er að sjá hversu lengi það helst...
Grillið er á leiðinni út úr skúrnum...ætlum að grilla lambalæri í kvöldmatinn...nammi namm...sætar kartöflur og *sveppasósan hennar Sollu*...ekki slæmt!!
En nú held ég að ég leggji mig...er eitthvað voða þreytt.
Við hjónakornin erum farin að vakna upp með verk í baki á hverjum morgni...sem hefur vakið okkur til umhugsunar um að kannski sé rúmið okkar ekki að standa fyrir sínu lengur. Við keyptum það þegar ég var KASólétt af Jóni Ingva, þannig að rúmið verður 7 ára í sumar. Kannski bara kominn tími á að endurnýja...?!! Einhverjar góðar hugmyndir hvar er hægt að fá góð rúm?
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 178858
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nammi, namm, girnilegur kvöldmatur!
Held að til séu fín rúm í IKEA ... ódýr og góð. Hef samt ekki mikið vit á rúmum. Er yfirleitt steinsofandi þegar ég er í þeim. Hehehhehe
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 8.4.2007 kl. 14:44
Er að spá í að spyrja karl föður minn hvort það hafi verið gerðar gæðakannanir á rúmum...hann hlýtur að vita eitthvað um þetta eins og svo margt annað!!
SigrúnSveitó, 8.4.2007 kl. 14:58
ok, takk fyrir upplýs.
SigrúnSveitó, 8.4.2007 kl. 15:11
Erum með Chiropractic heilsudýnu frá Svefni og Heilsu og hún er snilld! Líst ekkert smá vel á kvöldmatinn hjá ykkur. Hvernig eldarðu sætu kartöflurnar? Ég klikkaði laglega á matnum .. hélt mig eiga læri í frysti, en svo er víst ekki, þannig að það verður grillaður svínahnakki með bökuðum kartölfum og fylltum sveppum og paprikum :)
Hugarfluga, 8.4.2007 kl. 16:40
Ok, takk. Gott að fá allskonar hugmyndir sem við getum skoðað.
Sætu kartöflurnar, ég baka þær bara eins og venjulegar. Þær þurfa þó aðeins styttri tíma...minnir mig. Svo smörklípu í og *GÚFF*
Iss, svínahnakkinn verður örugglega góður, grill gerir alltaf herslumuninn finnst mér. Einar reyndar ákvað að steikja lærið í ofni...nennti ekki að ná í grillið út í skúr...hummmm
SigrúnSveitó, 8.4.2007 kl. 17:25
HÆ sys
Gleðilega páska.
Það vantaði bara ykkur og Maríus í páskamatinní sveitinni. Vorum 17 talsins.
Vonandi eruð þið búin að eiga góðan dag
Kv María
María Katrín (IP-tala skráð) 8.4.2007 kl. 20:40
Rúmin frá Ragnari hafa reynst mörgum vel sem ég þekki, við hjónin höfum verið í sjúkrarúmum síðan 1997 og líkað vel, en í fyrra bilaði annað, við gátum þá allavega skipst á að sofa í hinu þegar þörfin var mikil, en svo núna þegar kallinnn veiktist um daginn þá bilaði hitt helv. rúmið og typiskt, þeir eru hættir að flytja svona amerískt inn svo, sorry það er ekki hægt að laga þau, buuuuu verðum sjálfssagt að kaupa ný, fjarstýrð, annars gleðilega páska og verði ykkur kvöldmaturinn að góðu kær kveðja
Ásdís Sigurðardóttir, 8.4.2007 kl. 21:02
Hæ sys. Ooohhh, hefði sko verið til í að vera með ykkur í kvöld Sakna ykkar svooooo.
Ásdís, takk. Ég hef aldrei heyrt um þessi rúm frá þessum Ragnari áður...en það kviknuðu einhverjar perur hjá manninum mínum...hann hefur víst borið mörg "svona" rúm inn og út úr húsum í Köben...sem sagt margir íslendingar sem eiga svoleiðis.
Vonandi fáið þið einhver góð rúm líka.
Ljós...
SigrúnSveitó, 8.4.2007 kl. 21:15
Elsku Sigrún mín!
Ég hef ekki lesið bloggið þitt í marga mánuði, verð að taka mig á og fara að fylgjast betur með. Er orðin afleitur bloggari sjálf.
En við Björn höfum sofið í rúmi frá Ragnari Björnssyni og mælum eindreigið með því.
Páskaknús
Magga
Margrét Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 8.4.2007 kl. 21:38
Hæ hon.
Gleðilega páska til ykkar. Sammála Maríu, það vantaði ykkur í páskagleðina.
Hvað grill varðar þá mæli ég eindregið með því að grilla úti allan ársins hring. Maður burstar bara mesta snjórinn ofan af grillinu og kveikir svo á því, þá bráðnar restin af snjónum af
Kveðja úr Breiðabliki.
Lilja Guðný (IP-tala skráð) 9.4.2007 kl. 08:40
Magga, gaman að þú kíktir við. Ég ætlaði alltaf að hafa samb. út af kvöldmatarboðinu sem kom með jólakortinu...en janúar fór í próflestur, febrúar í aðgerð og Danmerkurferð...stór hluti mars var ennþá Danmörk...já, time flyes... Verðum endilega í bandi!!
Lilja: hehe, já þetta er hin eina sanna íslenska grillgleði, við byrjuðum t.d. alltaf langt á undan dönum að grilla og þurfti venjulega að leita á lagernum að kolum...því þau eru ekki frammi allt árið. En já, mér líst vel á ykkar aðferð Sé fyrir mér að grillið muni geta staðið úti allt árið í Seljuskógum...en hérna á Höfðabrautinni er suðvestanáttin of ríkjandi...og það er ekki blíða hér í suðvestan eins og hjá ykkur!!!
SigrúnSveitó, 9.4.2007 kl. 10:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.