7.4.2007 | 19:07
Mikil spenna...
...í loftinu!!! Loftið var mjög rafmagnað við matarborðið áðan, spenningurinn yfir að páskarnir eru Á MORGUN!!! er að gera út af við börnin okkar. Páskaeggin sem bíða...úff, þetta er næstum því of mikið af því góða!!! Við sömdum um að það mætti ekki vekja neinn fyrr en kl væri orðin 7...eða þ.e.a.s. þau mega koma inn til okkar en ekki vekja systkini sín! Það var samþykkt. Það verður gaman að sjá hver vaknar fyrst, Jón Ingvi er viss um að verða fyrstur...enda vanur því. Reyndar er Jóhannes eitthvað búinn að vera að "derra" sig í páskafríinu og vakna fyrstur...það hefur hann ekki gert áður. En núna vaknar hann snemma, rífur upp augun og segir; "Ég þarf að klæða mig og fá að borða"!!!
Einar kom heim kl rúmlega 16 og var alveg búinn á því. Hann er þó ekki sofnaður enn, liggur inni í rúmi og hvílir sig og bíður spenntur eftir því að það komi háttartími! Held það verði farið snemma að sofa í kvöld...ég var nefinlega á spjalli til eitthvað að verða 2 í nótt...og ég er ekki vön svona næturbrölti...en ég á svo skemmtilega tengdamömmu og við vorum að ræða heimsins gögn og nauðsynjar eftir að ég kom heim í gær...! Gaman að því.
Já, annars hef ég lítið að deila með ykkur, er þreytt en glöð og gaman að vera til. Á yndislega fjölskyldu, bæði blóðfjölskyldu og í heimi andans. Hvers er meira hægt að óska sér?
Óska ykkur gleðilegra páska...og sendi ykkur ljós og kærleika á þessu ljúfa laugardagskvöldi.
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 178859
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gleðilega páska til þín og þinna, kjellingin mín! Gott að kunna að vera þakklátur fyrir allt það góða í lífinu. Ekkert er sjálfgefið. Knús til þín.
Hugarfluga, 7.4.2007 kl. 19:28
Gleðilega páska. Vona að þið fáið að sofa aðeins lengur en til sjö ... argggg. Ef þið verðið útsofin á þeim tíma er það í lagi þó!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.4.2007 kl. 19:41
Stelpur, takk sömuleiðis. Vona að þið njótið páskanna.
Gurrí...við sendum þau kannski "bara" yfir til þín ef þau vakna of snemma...hahaha...
SigrúnSveitó, 7.4.2007 kl. 20:27
Ég man þennan tíma, þegar vaknað var fyrir allar aldir til að henda í sig morgunmatnum því þá fyrst mátti opna eggin. Þetta var gaman og yndislegt í minningunni, nú er bara ágætt að hafa eitt egg og bóndinn á það, ég fel það ekkert svo ef ég nenni ekki á fætur með honum getur hann bara farið einn fram og borðað það :):) Gleðilega páska til ykkar allra
Ásdís Sigurðardóttir, 7.4.2007 kl. 23:20
Vond mamma......
Strákarnir mínir fengu "Kinder Påskeæg" í fyrsta skipti í dag, their hafa annars verid svo heppnir ad fá íslensk páskaegg sídustu 2-3 páska. En mér tókst ekki ad redda slíku í ár, svo ég reiknadi med ad svona STÓRT Kinder æg væri bara fínt...
En...... Nicklas vard mjög svekktur yfir ad thetta var bara alls ekki eins gott eins og vanalega og thad vantadi nammid inni í!!!
Ég verd víst ad reyna ad redda íslenskum eggjum á næsta ári!! En núna erum vid ad fara á Skattejagt úti í gardi sem svona plástur á sárid
Gledilega páska til ykkar allra!
Knuzz
Maja & Co.
Maja (IP-tala skráð) 8.4.2007 kl. 08:04
Elskan mín, þú hefðir nú alveg getað sent á mig línu og ég hefði sent páskaegg um hæl og hnakka. Mundu það næst! Útlensk páskaegg virka EKKI!!!
Gleðilega páska til ykkar líka
SigrúnSveitó, 8.4.2007 kl. 09:00
Gleðilega páska fallega fjölskylda ... örugglega allir löngu byrjaðir á sínum eggjum (ef ekki búnir) og ljúfur dagur framundan. Allt í rólegheitum á þessum bæ .. náttfötin og kósíheit frameftir degi. Hafið það gott! *knúz&kram*
ragnhildur & inga (IP-tala skráð) 8.4.2007 kl. 09:23
hehe, jú páskaeggin eru langt komin hjá flestum...
SigrúnSveitó, 8.4.2007 kl. 10:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.