26.3.2007 | 15:31
Búin í dag
Búin að ná í Jóhannes, svo ég læri ekki meir í dag. Frá 1. apríl fer hann í 8 tíma vistun, þá næ ég kannski 7 tímum á dag eða svo. Með pásum, sem Á að taka reglulega. Gleymdi því í dag og upp úr hádeginu var ég orðin gjörsamlega tóm, ekki búin að hreyfa mig frá tölvunni í einhverja tíma. Fattaði svo allt í einu afhverju ég var svona tóm, tók mér góða pásu og fór í heita sturtu...lét leka sjóðheitt vatn á auma bakið mitt og það var ferskandi og endurnýjandi. Svo ég gat skrifað helling á eftir...vonandi eitthvað af viti...búin að senda það til Annemarie til ritskoðunar...
Nú er ég farin að þrá að komast út að hreyfa mig. Finn aukna þörf með hækkandi sól. Langar SVO að komast út að hlaupa aftur...en það þarf að gerast mikið með hnéð mitt áður en sú ósk rætist. Áður en ég fór í aðgerðina gat ég farið á hnén í rúminu eða t.d. á gólfinu með púða undir. Læknirinn lofaði mér að 4 vikum eftir aðgerð gæti ég farið á hnén...en ég get það EKKI ENN og það eru rúmar 6 vikur liðnar núna!! Hef reynt að fara á hnén í rúminu og bara get það ekki, er t.d. vön að skríða upp í rúm frá fótendanum (eitthvað sem ég vandi mig á þegar við vorum í svo litlu herbergi að það var ekki hægt að komast upp í rúmið öðruvísi...) en get það ekki .
Svo er Einar farinn að nota bílinn að hluta til í vinnuna, þar sem hann er liðstjóri á einhverjum vöktum og þá þarf hann að mæta fyrr. Það þýðir að ég er oft bíllaus...svo nú vantar mig hjólið mitt. Er að spá í að ná í það fljótlega, en tengdamamma fékk það lánað í vetur þegar ég gat ekki hjólað. Held reyndar ekki að hún hafi notað það mikið því að strax í fyrstu ferð þá reiddist hjólið eitthvað og kastaði henni af baki...þess ber að geta að þetta er ansi sjálfstætt hjól...!! Ég held það hafi eitthvað reiðst henni að vera að drösla því út í hálku og óveður...
Svona getur lífið verið stundum...
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 178854
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Get ekki enn farið á hnén síðan ég datt í sept. sl. og þú bjargaðir mér. Það er bara hrikalega vont! Tengist kannski hverfinu sem við búum í.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 26.3.2007 kl. 22:19
arrrggg...gott að Einar ætlar að byggja hús í nýja hverfinu!!!
SigrúnSveitó, 27.3.2007 kl. 10:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.