25.3.2007 | 21:44
Veikindi
Prinsessan á bænum er orðin lasin. Hún fór að fá illt í magann og upp úr hádeginu kom 1. gusan. Einhverju síðar kom 2. gusan og svo sú 3. Svo núna er hún komin með hita, 39,3°. Greyið litla, henni líður ósköp illa. En nú er hún komin inn í holuna hans pabba síns og ætlar að kúra hjá mér í nótt (Einar að fara á næturvakt).
Ég vona að allir gestirnir okkar sleppi, en í dag hafa ansi margir komið. Strákarnir fengu sitt hvorn vininn í heimsókn, svo komu Raggý og Inga og síðan kom Lára (vinkona mín héðan af Skaganum) og svo var pabbi hjá okkur líka (kom í gærmorgun). Þannig að það er aldrei að vita nema fullt af fólki leggist í bælið...vona þó ekki. Mér er reyndar sjálfri óglatt núna...en það getur víst alveg eins verið út af þessum rúmlegu 100 grömmum af Síríus rjómasúkkulaði sem ég var að TROÐA í mig...
Jóhannes á erfitt með að það er farið að vera bjartara á kvöldin. Ef það er bjart þá ER DAGUR!!! Og hann vill ekki - og segist ekki geta - sofna. En hann geispar samt og gapir og sofnar um leið og hann hættir að þrjóskast, því svefnþörfin hefur ekki snarminnkað...þótt hann vildi það helst. Ég vona að hann eigi eftir að venjast þessu...þar sem það á bara eftir að verða bjartara...og bjartara... Ég verð að segja að ég elska þessa birtu, veit fátt yndislegra en þegar það er bjart allan sólarhringinn (og hlæ að dönum sem tala um sínar "björtu nætur"...það verður samt kolniðamyrkur í einhverja tíma!!). Vorið er yndislegur tími, allt að lifna við...og þó það sé kalt þá er AÐ BIRTA!!!
Jæja, ég ætla að spjalla aðeins við manninn minn áður en hann fer að vinna...
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk
SigrúnSveitó, 25.3.2007 kl. 22:14
hef heyrt sögur af fólki sem hefur legið allt upp í viku í gubbu, vona að það verði ekki eins slæmt hjá ykkur
Ásdís Sigurðardóttir, 25.3.2007 kl. 22:48
ojojoj, já Ásdís ég ætla rétt að vona að þetta sé ekki vikupest...
Já, Gurrí það er gaman að hitta gamlar vinkonur. Endurnýjaði einmitt kynnin við eina æskuvinkonu meðan ég bjó í Danmörku, höfðum misst sambandið fyrir mörgum árum en erum nú aftur "saman á ný", yndislegt
SigrúnSveitó, 26.3.2007 kl. 07:25
Súúúúkkulaði er gott, tala nú ekki um frá Nóa og Síríus. En ég læt mér duga útlenskt og er dugleg að spæna það í mig með rúsínum og hnetum.. og te það má ekki gleyma teinu með til að bræða..
jóna björg (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 09:06
hahaha, já, ég vil þó heldur kaffi með en það er líka GOOOOOTTTTT!!
SigrúnSveitó, 26.3.2007 kl. 11:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.